Lífið

Dansari í Spider-Man slasaðist

Rokkararnir úr U2 sömdu tónlistina við söngleikinn Spider-Man: Turn Off the Dark.
Rokkararnir úr U2 sömdu tónlistina við söngleikinn Spider-Man: Turn Off the Dark. nordicphotos/getty
Dansari í rokksöngleiknum Spider-Man: Turn Off the Dark slasaðist illa á sviði síðastliðinn fimmtudag á Broadway.

Fótur Daniels Curry festist þegar verið var að flytja sviðsmyndina til. Curry var fluttur umsvifalaust á sjúkrahús og var sýningunni aflýst.

„Gólfið lokaðist á fótlegg hans. Það þurfti sög til að saga gat á sviðið til að losa hann,“ sagði einn af sýningargestunum við New York Times.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slys verður í tengslum við söngleikinn, því árið 2010 komst dansarinn Christopher Tierney naumlega lífs af eftir að hann féll niður á sviðið úr mikilli hæð. Meðal annars höfuðkúpubrotnaði hann og braut í sér rifbein.

Bono og The Edge úr írsku hljómsveitinni U2 sömdu tónlistina við söngleikinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.