Lífið

Sá hefur bætt á sig aftur

Spéfuglinn Kevin Smith léttist um þrjátíu kíló fyrir tveimur árum eftir að hann þurfti að yfirgefa flugvél árið 2010 því hann passaði ekki í sætin. Nú virðist hann vera búinn að bæta því öllu á sig aftur – og rúmlega það.

Kevin fékk sér göngutúr með hundinn sinn í Los Angeles á fimmtudaginn og ætti að huga að því að hugsa meira um heilsuna ef eitthvað má marka holdafarið.

Úti með voffa.
Kevin hefur verið kvæntur leikkonunni Jennifer Schwalbach í fjórtán ár og sagði í viðtali við The Guardian í fyrra að hann hreyfði sig á hverjum degi.

Stór maður.
“Gæti ég verið mjó manneskja? Hugsanlega. Ég gæti hreyft mig meira en ég get ekki hlaupið. Um leið og ég byrja hugsa ég um hvernig spikið lítur út á meðan ég hleyp.”

Kevin árið 2011.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.