Innlent

Ólafur Ragnar fundar með Hollande

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hóf í dag heimsókn til Parísar í boði franskra stjórnvalda. Hann mun á morgun eiga fund í Elysée höll með François Hollande forseta Frakklands þar sem m.a. verður rætt um glímuna við fjármálakreppuna, þróun Norðurslóða og nýtingu hreinnar orku.

Forseti Íslands mun einnig heimsækja franska þingið, Assemblée nationale, meðan á dvöl hans í París stendur og eiga fund með Íslandsdeild franskra þingmanna sem Lionel Tardy veitir forstöðu.

François Hollande, frakklandsforseti
Nánar á heimasíðu forsetans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×