Framkvæmdir við Hús íslenskra fræða, sem mun hýsa starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar og íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, eru komnar á skrið.
Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, tók fyrstu skóflustunguna að húsinu hinn 11. mars síðastliðinn. Við það tækifæri sagði ráðherra að verið væri að leggja hornstein að „ríki íslenskunnar".
Byggingin rís við Arngrímsgötu 5 og afmarkast lóðin af Suðurgötu til austurs, Guðbrandsgötu til suðurs, Arngrímsgötu til vesturs og Þjóðarbókhlöðu til norðurs. Húsið verður á þremur hæðum og um 6.500 fermetrar að flatarmáli.
Heildarkostnaður við bygginguna er áætlaður um 3,5 milljarðar króna. Húsið verður opnað vorið 2016, ef áætlanir ganga eftir.
Fræðahöll upp úr moldinni
