Innlent

Fræðahöll upp úr moldinni

Svavar Hávarðsson skrifar
Íslenskir aðalverktakar vinna nú að því að grafa fyrir grunni hússins.
Íslenskir aðalverktakar vinna nú að því að grafa fyrir grunni hússins. fréttablaðið/pjetur
Framkvæmdir við Hús íslenskra fræða, sem mun hýsa starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar og íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, eru komnar á skrið.

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, tók fyrstu skóflustunguna að húsinu hinn 11. mars síðastliðinn. Við það tækifæri sagði ráðherra að verið væri að leggja hornstein að „ríki íslenskunnar".

Byggingin rís við Arngrímsgötu 5 og afmarkast lóðin af Suðurgötu til austurs, Guðbrandsgötu til suðurs, Arngrímsgötu til vesturs og Þjóðarbókhlöðu til norðurs. Húsið verður á þremur hæðum og um 6.500 fermetrar að flatarmáli.

Heildarkostnaður við bygginguna er áætlaður um 3,5 milljarðar króna. Húsið verður opnað vorið 2016, ef áætlanir ganga eftir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.