Lífið

Langholtsskóli sigraði í Skrekk

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Fulltrúar Langholtsskóla fjölluðu um fordóma vegna kynhneigðar með því að snúa við hinni venjulegu sýn í þeim efnum.
Fulltrúar Langholtsskóla fjölluðu um fordóma vegna kynhneigðar með því að snúa við hinni venjulegu sýn í þeim efnum. mynd/valli
Dómararnir í hæfileikakeppni grunnskólanna voru ekki öfundsverðir af hlutverki sínu á úrslitum Skrekks í Borgarleikhúsinu í kvöld.

Krakkar úr átta skólum sýndu þar listir sínar í feiki öflugum atriðum en það var Langholtsskóli sem bar sigur úr býtum með atriði sem nefnist Hjartað. Í öðru sæti hafnaði Réttarholtsskóli og Hlíðaskóli í því þriðja.

Í siguratriðinu fjölluðu fulltrúar Langholtsskóla um fordóma vegna kynhneigðar með því að snúa við hinni venjulegu sýn í þeim efnum. Stúlka og piltur felldu hugi saman en það var ekki ásættanlegt í heimi þar sem flestir voru samkynhneigðir.

Eva Einarsdóttir, formaður ÍTR, afhenti sigurvegurunum Skrekksstyttuna eftirsóknarverðu og þakkaði um leið Markúsi Guðmundssyni forstöðumanni Hins Hússins fyrir umsjónina með keppninni síðastliðin tuttugu ár.

Sjálfsmynd unglingsstúlku voru gerð skil í atriði Réttarholtsskóla, sem hafnaði í örðu sæti, um hópþrýsting og lystarstol.mynd/valli
Samskiptavefir voru í lykilhlutverki í atriði Hlíðaskóla þar sem netheimar virtust vera að gleypa börn jafnt sem fullorðna. Hlíðaskóli lenti í þriðja sæti.mynd/valli





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.