Sex milljarða skattafsláttur skilar sér ekki til neytenda Hjörtur Hjartarson skrifar 25. nóvember 2013 19:00 Ríflega sex milljarða skattafsláttur ríkisins vegna vistvæns eldsneytis mun ekki skila sér í lægra bensínverði í nánustu framtíð. Þvert á móti gæti eldsneytisverð hækkað. Milljarðarnir sex munu að stærstum hluta fara úr landi til erlendra birgja. Um áramót taka gildi ný eldsneytislög sem kveða á um að söluaðilar eldsneytis ber að tryggja að minnsta kosti þrjú og hálft prósent orkusölunnar verði af endurnýjanlegum uppruna. Um þar næstu áramót hækkar þessi tala upp í 5 prósent. Lögin eru samkvæmt tilskipun frá Evrópusambandsins en þar er ætlast að 10 prósenta markinu verði náð 2020. Í raun hefði Ísland því ekki þurft að gera neitt í þessum efnum fyrr en eftir sex ár. Ríkið fellur niður olíugjald á endurnýjanlegu eldsneyti og verður af þeim sökum af um 800 milljónum króna á næsta ári og 1100 milljónum króna á hverju ári eftir það. Það mun hinsvegar ekki skila sér til neytenda í formi lægra eldsneytisverðs.Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu„Nei, við gerum ekki ráð fyrir því að eldsneytisverð muni lækka þar sem að þessi orkugjafar sem þarf að flytja inn, þetta lífræna eldsneyti, það er mun dýrara en það eldsneyti sem við erum að selja í dag,“ segir Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu. Undir orð Guðrúnar tekur Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Olíuverslun Íslands.„Nei, að svo komnu sé ég það nú ekki.“En ef að olíufyrirtækin sjá ekki hagnaðinn af 800 milljón króna afslætti og ekki heldur neytendur, hvert fara þá þessi peningar?„Til þeirra erlendu birgja sem munu selja okkur lífdísel olíu annarsvegar og ethanól hinsvegar,“ segir Guðrún Ragna.Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá OlísEitt af meginmarkmiðum laganna er að draga úr kaupum olíufélaganna á eldsneyti erlendis frá og um leið auka innlenda framleiðslu á þessu sviði. Hvorugt virðist hinsvegar ætla að ganga eftir.„Því miður er staðan bara sú að innlend framleiðsla komin þangað að við getum nýtt okkur hana og það er töluvert langt í hana.“ Heildarmarkmið ESB er að hlutfall endurnýtanlegrar orku verði komin í 20 prósent eftir sjö ár. Hérlendis er þetta hlutfall nú þegar um 75 prósent. Íslendingar verða því seint sakaðir um að leggja ekki sitt af mörkum til umhverfismála. Ekki má heldur gleyma að framleiðsla á eldsneyti á ræktarlandi hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að leiða til hækkandi matvælaverðs í heiminum og hungursneyðar. Það er því spurning hvort hægt sé að nota þessa sex milljarða króna á annan og árangursríkari hátt til að draga úr losun koltvísýrings. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Ríflega sex milljarða skattafsláttur ríkisins vegna vistvæns eldsneytis mun ekki skila sér í lægra bensínverði í nánustu framtíð. Þvert á móti gæti eldsneytisverð hækkað. Milljarðarnir sex munu að stærstum hluta fara úr landi til erlendra birgja. Um áramót taka gildi ný eldsneytislög sem kveða á um að söluaðilar eldsneytis ber að tryggja að minnsta kosti þrjú og hálft prósent orkusölunnar verði af endurnýjanlegum uppruna. Um þar næstu áramót hækkar þessi tala upp í 5 prósent. Lögin eru samkvæmt tilskipun frá Evrópusambandsins en þar er ætlast að 10 prósenta markinu verði náð 2020. Í raun hefði Ísland því ekki þurft að gera neitt í þessum efnum fyrr en eftir sex ár. Ríkið fellur niður olíugjald á endurnýjanlegu eldsneyti og verður af þeim sökum af um 800 milljónum króna á næsta ári og 1100 milljónum króna á hverju ári eftir það. Það mun hinsvegar ekki skila sér til neytenda í formi lægra eldsneytisverðs.Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu„Nei, við gerum ekki ráð fyrir því að eldsneytisverð muni lækka þar sem að þessi orkugjafar sem þarf að flytja inn, þetta lífræna eldsneyti, það er mun dýrara en það eldsneyti sem við erum að selja í dag,“ segir Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu. Undir orð Guðrúnar tekur Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Olíuverslun Íslands.„Nei, að svo komnu sé ég það nú ekki.“En ef að olíufyrirtækin sjá ekki hagnaðinn af 800 milljón króna afslætti og ekki heldur neytendur, hvert fara þá þessi peningar?„Til þeirra erlendu birgja sem munu selja okkur lífdísel olíu annarsvegar og ethanól hinsvegar,“ segir Guðrún Ragna.Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá OlísEitt af meginmarkmiðum laganna er að draga úr kaupum olíufélaganna á eldsneyti erlendis frá og um leið auka innlenda framleiðslu á þessu sviði. Hvorugt virðist hinsvegar ætla að ganga eftir.„Því miður er staðan bara sú að innlend framleiðsla komin þangað að við getum nýtt okkur hana og það er töluvert langt í hana.“ Heildarmarkmið ESB er að hlutfall endurnýtanlegrar orku verði komin í 20 prósent eftir sjö ár. Hérlendis er þetta hlutfall nú þegar um 75 prósent. Íslendingar verða því seint sakaðir um að leggja ekki sitt af mörkum til umhverfismála. Ekki má heldur gleyma að framleiðsla á eldsneyti á ræktarlandi hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að leiða til hækkandi matvælaverðs í heiminum og hungursneyðar. Það er því spurning hvort hægt sé að nota þessa sex milljarða króna á annan og árangursríkari hátt til að draga úr losun koltvísýrings.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira