Hólmar Örn Rúnarsson mun ekki spila með FH í sumar en hann á við meiðsli að stríða og þarf að fara í aðgerð.
Þetta eru vitanlega slæm tíðindi fyrir FH en Hólmar Örn, sem er Keflvíkingur, var mikilvægur hlekkur í liðinu á síðasta tímabili.
Það er stuðningsmannasíða FH, fhingar.net, sem greinir frá þessu í dag.
Hólmar Örn kom ekki við sögu þegar að FH hafði betur gegn Keflavík, 2-1, í fyrstu umferð tímabilsins um síðustu helgi.
Hólmar Örn missir af tímabilinu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Skórnir hennar seldust upp á mínútu
Körfubolti

„Ég var bara með niðurgang“
Fótbolti


„Heilt yfir var ég bara sáttur“
Fótbolti

