Fyrir ári Margrét Tryggvadóttir skrifar 22. október 2013 09:14 Um þessar mundir er ár liðið síðan þjóðinni var boðið til lýðræðisveislu. Eftir langt og strangt ferli sem fól meðal annars í sér um þúsund manna þjóðfund, vandaða vinnu stjórnlaganefndar, fjögurra mánaða starf stjórnlagaráðs sem þjóðin valdi þar sem unnið var í opnu ferli og allir íbúar landsins gátu sent inn erindi og spurningar, umfjöllun Alþingis, fjölmiðla og fræðasamfélagsins fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um drög að nýrri stjórnarskrá. Og þjóðin var ánægð með afraksturinn. Um tveir þriðju kjósenda vildu að tillögur stjórnlagaráðs væru lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Þá var einnig spurt um ýmis nýmæli í tillögunni. 74% kjósenda vildu að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu yrðu lýstar þjóðareign. 68,5% vildu að í nýrri stjórnarskrá yrði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er. 58,2% vildu jafnt vægi atkvæða og 63,4% vilja að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðeins í einni spurningu lýsti meirihluti kjósenda sig mótfallinn hugmyndum stjórnlagaráðs; 51,1% vill að áfram verði ákvæði um þjóðkirkju í nýju stjórnarskránni. Og auðvitað á þjóðin að ráða því. Alþingi virði niðurstöðuna Ísland telst til vestrænna lýðræðisríkja. Þar af leiðandi byggir stjórnskipun Íslands á þeirri hugmynd að ríkisvaldið sé runnið undan rifjum þjóðarinnar og að þjóðin sjálf sé stjórnarskrárgjafinn þótt þjóðkjörnir fulltrúar á Alþingi fari með það vald á milli kosninga. Fáir efast um formlegt vald Alþingis til að setja þau lög og þar með þá stjórnarskrá sem því hentar en málið er ekki svo einfalt. Í stjórnarskrá er að finna réttindi og skyldur borgaranna en þar eru líka leikreglur stjórnmálanna; ráðherra, þingmanna og sveitarstjórna. Miðað við venjulegar vanhæfisreglur (sem gilda þó sjaldnast í þinginu) eru menn í flestum tilfellum taldir vanhæfir til að setja lög og reglur um sig sjálfa, til þess eru hagsmunir þeirra of miklir. Í nýrri stjórnarskrá er ráðherrum til að mynda bannað að ljúga. Kannski finnst þeim sumum betra að fá að gera það áfram? Hugmyndin með þessu ferli var að þjóðin fengi, að svo miklu leyti sem það væri tæknilega mögulegt, að setja sér sína eigin stjórnarskrá; samfélagssáttmála um það hvers konar þjóðfélagi við viljum búa í. Ég bið Alþingi Íslendinga að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Tryggvadóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er ár liðið síðan þjóðinni var boðið til lýðræðisveislu. Eftir langt og strangt ferli sem fól meðal annars í sér um þúsund manna þjóðfund, vandaða vinnu stjórnlaganefndar, fjögurra mánaða starf stjórnlagaráðs sem þjóðin valdi þar sem unnið var í opnu ferli og allir íbúar landsins gátu sent inn erindi og spurningar, umfjöllun Alþingis, fjölmiðla og fræðasamfélagsins fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um drög að nýrri stjórnarskrá. Og þjóðin var ánægð með afraksturinn. Um tveir þriðju kjósenda vildu að tillögur stjórnlagaráðs væru lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Þá var einnig spurt um ýmis nýmæli í tillögunni. 74% kjósenda vildu að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu yrðu lýstar þjóðareign. 68,5% vildu að í nýrri stjórnarskrá yrði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er. 58,2% vildu jafnt vægi atkvæða og 63,4% vilja að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðeins í einni spurningu lýsti meirihluti kjósenda sig mótfallinn hugmyndum stjórnlagaráðs; 51,1% vill að áfram verði ákvæði um þjóðkirkju í nýju stjórnarskránni. Og auðvitað á þjóðin að ráða því. Alþingi virði niðurstöðuna Ísland telst til vestrænna lýðræðisríkja. Þar af leiðandi byggir stjórnskipun Íslands á þeirri hugmynd að ríkisvaldið sé runnið undan rifjum þjóðarinnar og að þjóðin sjálf sé stjórnarskrárgjafinn þótt þjóðkjörnir fulltrúar á Alþingi fari með það vald á milli kosninga. Fáir efast um formlegt vald Alþingis til að setja þau lög og þar með þá stjórnarskrá sem því hentar en málið er ekki svo einfalt. Í stjórnarskrá er að finna réttindi og skyldur borgaranna en þar eru líka leikreglur stjórnmálanna; ráðherra, þingmanna og sveitarstjórna. Miðað við venjulegar vanhæfisreglur (sem gilda þó sjaldnast í þinginu) eru menn í flestum tilfellum taldir vanhæfir til að setja lög og reglur um sig sjálfa, til þess eru hagsmunir þeirra of miklir. Í nýrri stjórnarskrá er ráðherrum til að mynda bannað að ljúga. Kannski finnst þeim sumum betra að fá að gera það áfram? Hugmyndin með þessu ferli var að þjóðin fengi, að svo miklu leyti sem það væri tæknilega mögulegt, að setja sér sína eigin stjórnarskrá; samfélagssáttmála um það hvers konar þjóðfélagi við viljum búa í. Ég bið Alþingi Íslendinga að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar