Frá þessu er sagt á vef Daily Mail. Þó James hafi náð að stökkva var áfram mikil hætta en þeir sem voru eftir í þyrlunni þurftu að losa fallhlífina og ná henni aftur um borð í þyrluna áður en hún flæktist í hreyfilinn. Á endanum tókst þeim að ná fallhlífinni inn, en það verður að viðurkennast að ekki mátti miklu muna svo stórslys yrði.
Útbúnaðurinn sem James notaðist við var leigður svo hann vissi ekki hver hafði pakkað fallhlífinni né hvernig. Hann segir snarræði starfsmannanna í þyrlunni hafa valdið því að honum var mögulegt að skera fallhlífina lausa.