Innlent

Fernanda verður dregin nær höfn í dag

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Óljóst er hvert verður farið með flutningaskipið Fernöndu í var.
Óljóst er hvert verður farið með flutningaskipið Fernöndu í var. Mynd/Pjetur
Spáð er versnandi veðri í kvöld og því þarf að draga flutningaskipið Fernöndu nær höfn strax í dag.

Ásgrímur Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerða hjá Langhelgisgæslunni, sagði í samtali við fréttastofu að fundað yrði í hádeginum með helstu aðilum að málinu til að ákveða næstu skref.

Ekki sé aðstaða til þess að senda menn um borð til að ganga alveg úr skugga um að slokknað sé í skipinu, það sé ennþá heitt og því sé enn sprautað á það.

Til að hægt sé að vera fullviss um að enginn eldur sé lengur logandi þurfi að draga skipið í var eða skjól, svo hægt sé að senda menn um borð.

Óljóst er hvert skipið verður dregið og er sú spurning meðal efna fundarins í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×