Innlent

Þyrlan flutti 14 ferðamenn yfir á

Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjötta tímanum í morgun. 14 manna hópur erlendra ferðamanna var í sjálfheldu á austanverðum Skeiðarárjökli.

Upphaflega var áætlað að björgunarsveit á svæðinu aðstoðaði fólkið en hætt var þau áform.

Talið var nauðsynlegt að kalla til þyrlu til að ferja fólkið yfir ána.

Að sögn Landhelgisgæslunnar var þyrlan komin á svæðið rétt rúmlega sex.

Fólkið var flutt að gönguskálunum í Skaftafelli.

Fólkið mun vera óslasað en blautt og hrakið eftir að hafa verið 16 tíma á göngu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×