"Forsetinn samkvæmum sjálfum sér ef hann neitar að skrifa undir lögin" Hjörtur Hjartarson skrifar 7. júlí 2013 18:50 Forseti Íslands á erfiða ákvörðun fyrir höndum um hvort hann eigi að staðfesta lög um breytingar á veiðigjöldum eða ekki, segir prófessor í stjórnmálafræði. Hann telur þó að Ólafur Ragnar væri samkvæmur sjálfum sér ef að hann neitaði að skrifa undir lögin. Alþingi samþykkti á fimmtudaginn lög um breytingar á veiðigjöldum og verða þau send forsetanum til staðfestingar á næstu dögum. Tæplega 35 þúsund manns skrifuðu undir áskorun þess efnis að hann synji lögunum staðfestingar og fékk Ólafur Ragnar listann í gær. Ætla má að forsetinn liggi nú undir feldi og hugsi hvaða skref skuli taka. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir forsetann í mjög flókinni stöðu og samkvæmt hefðbundnum skilningi 26.grein stjórnarskrárinnar sé ólíklegt að hann neiti að skrifa undir lögin. "Hinsvegar hefur hann áður farið gegn hefðum og venjum hvað varðar forsetaembættið. Hann synjaði Icesave-lögunum sem halda mætti fram að væru erfiðari í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þar er um þjóðréttarsamning er að ræða. Þannig að samkvæmt hans eigin gjörðum áður fyrr er í sjálfu sér ekkert sem útilokar það að hann geti ekki synjað þessum lögum líka staðfestingar."Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Eiríkur segir það vissulega skipta máli hversu margir skrifuðu undir áskorunina. "Jú, að sjálfsögðu skiptir það mjög miklu máli því hann hafði sjálfur sett það fram sem lykilatriði í ákvörðun sinni í fjölmiðlamálinu til að mynda." Eiríkur telur að spá megi fyrir um ákvörðun Ólafs í ljósi þess hvaða ríkisstjórn er nú við völd. "Það hlýtur að koma til álita hjá honum að það geti verið erfitt fyrir hann, sem nánast guðföður þessarar ríkisstjórnar, að ganga gegn grundvallaratriði, því fyrsta sem þessi stjórn leggur fram eftir að hafa tekið við völdum. Að það geti verið erfitt að fara gegn stjórninni svo skömmu eftir valdatökum þeirrar stjórnar sem hann hafði jú eiginlega valið, segir Eiríkur Bergmann. Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Forseti Íslands á erfiða ákvörðun fyrir höndum um hvort hann eigi að staðfesta lög um breytingar á veiðigjöldum eða ekki, segir prófessor í stjórnmálafræði. Hann telur þó að Ólafur Ragnar væri samkvæmur sjálfum sér ef að hann neitaði að skrifa undir lögin. Alþingi samþykkti á fimmtudaginn lög um breytingar á veiðigjöldum og verða þau send forsetanum til staðfestingar á næstu dögum. Tæplega 35 þúsund manns skrifuðu undir áskorun þess efnis að hann synji lögunum staðfestingar og fékk Ólafur Ragnar listann í gær. Ætla má að forsetinn liggi nú undir feldi og hugsi hvaða skref skuli taka. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir forsetann í mjög flókinni stöðu og samkvæmt hefðbundnum skilningi 26.grein stjórnarskrárinnar sé ólíklegt að hann neiti að skrifa undir lögin. "Hinsvegar hefur hann áður farið gegn hefðum og venjum hvað varðar forsetaembættið. Hann synjaði Icesave-lögunum sem halda mætti fram að væru erfiðari í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þar er um þjóðréttarsamning er að ræða. Þannig að samkvæmt hans eigin gjörðum áður fyrr er í sjálfu sér ekkert sem útilokar það að hann geti ekki synjað þessum lögum líka staðfestingar."Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Eiríkur segir það vissulega skipta máli hversu margir skrifuðu undir áskorunina. "Jú, að sjálfsögðu skiptir það mjög miklu máli því hann hafði sjálfur sett það fram sem lykilatriði í ákvörðun sinni í fjölmiðlamálinu til að mynda." Eiríkur telur að spá megi fyrir um ákvörðun Ólafs í ljósi þess hvaða ríkisstjórn er nú við völd. "Það hlýtur að koma til álita hjá honum að það geti verið erfitt fyrir hann, sem nánast guðföður þessarar ríkisstjórnar, að ganga gegn grundvallaratriði, því fyrsta sem þessi stjórn leggur fram eftir að hafa tekið við völdum. Að það geti verið erfitt að fara gegn stjórninni svo skömmu eftir valdatökum þeirrar stjórnar sem hann hafði jú eiginlega valið, segir Eiríkur Bergmann.
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira