Innlent

Yfirgnæfandi meirihluti kaus ríkisstjórnarsamstarf í Þýskalandi

Sigmar Gabriel og Angela Merkel
Sigmar Gabriel og Angela Merkel AFP/NORDICPHOTOS
Yfirgnæfandi meirihluti meðlima Jafnaðarmannaflokksins SPD í Þýskalandi kaus með ríkisstjórnarsamstarfi með sameinuðum demókrötum undir forystu Angelu Merkel, CDU og CSU, í fordæmalausri atkvæðagreiðslu allra flokksmanna jafnaðarmanna í gær.

Með þessu er gatan greið fyrir samstarf flokkanna sem búist er við að verði innsiglað um miðja næstu viku. 

Í póstkosningu greiddu 76 prósent flokksmanna jafnaðarmanna með samstarfinu. Alls kusu 370 þúsund manns, sem eru 78 prósent allra flokksmanna, að því er fram kemur á vef Financial Times.

Niðurstaðan úr atkvæðagreiðslunni þykir mikil stuðningsyfirlýsing og sigur fyrir Sigmar Gabriel, leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins sem var arkitektinn að póstkosningunni.

Flokkur Gabriels varð í öðru sæti í kosningunum í haust með 26 prósent atkvæða á bak við sig en demókrataflokkarnir undir forystu Angelu Merkel fengu alls 41 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×