Innlent

Ákærður fyrir tvær árásir

Valur Grettisson skrifar
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur gær.
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur gær.
Karlmaður fæddur árið 1985 hefur verið ákærður fyrir tvær líkamsárásir sama kvöldið. Málið var þingfest í Héraðsdói Reykjavíkur í gær en manninum er gefið að sök að hafa slegið tvo menn. Önnur árásin átti sér stað í Hafnarfirði, en sá nefbrotnaði auk þess sem sauma þurfti níu spor í vörina á honum.

Seinni árásin átti sér stað á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur en fórnarlamb þeirrar árásar hlaut mar og yfirborðsáverka. Samanlagt er krafist um milljónar króna í skaðabætur vegna árásanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×