Innlent

Konungur Svíþjóðar segir betra að búa á Íslandi en í Svíþjóð

Heimir Már Pétursson skrifar
Karl Gústaf Svíakonungur ásamt Sylvíu drottningu.
Karl Gústaf Svíakonungur ásamt Sylvíu drottningu. mynd/afp
Karl Gústaf Svíakonungur tjáir sig í fjölmiðlum í gær um þau tíðindi að dóttir hans Madeleine prinsessa eigi von á barni, eins og greint var frá í sænskum fjölmiðlum í gær. En prinsessan býr í New York með eiginmanni sínum Chris O'Neill.

Konungurinn er að vonum ánægður með fréttirnar og lofar aðstoða dóttur sína við uppeldið og meðal annars skipta um bleyjur á barninu. Hann vill þó ekki gefa upp hvenær hann fékk fréttirnar en prinsessan er komin nokkuð lengra á leið en liðið er frá brúðkaupi hennar.

Karl Gústaf segir dóttur hans hafa það gott í New York, slær á létta strengi og segist vegna þessa þurfa að dvelja utan Svíþjóðar í nokkur ár til að aðstoða við uppeldið. Þegar hann er spurður hvort ekki sé möguleiki á Madeleine flytji með fjölskyldu sína til Svíþjóðar, svarar konungurinn sporskur:

„Vissulega. En ég held hún flytji frekar til Íslands, það er betra að búa þar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×