Innlent

Umboðsmaður skuldara segir upp sjö

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Svanborg Sigmarsdóttir að uppsagnirnar eigi ekki að hafa áhrif á málshraða.
Svanborg Sigmarsdóttir að uppsagnirnar eigi ekki að hafa áhrif á málshraða. mynd/365
Sjö starfsmönnum Umboðsmanns skuldara var sagt upp störfum í síðustu viku. Að sögn Svanborgar Sigmarsdóttur upplýsingafulltrúa embættisins komu þessir starfsmenn úr flestum deildum. Meðal þeirra sem var sagt upp voru ráðgjafar og lögfræðingar.  

Að sögn Svanborgar eru 60 stöðugildi hjá Umboðsmanni skuldara eftir uppsagnirnar.

Hún segir að uppsagnirnar eigi ekki að hafa áhrif á málshraða embættisins. Það hafi alltaf legið fyrir að embættið fengi ekki sömu fjárveitingu fyrir næsta ár og hingað til enda hafi umsóknum fækkað talsvert.

„Það er verið að gera hagræðingarkröfur alls staðar og hjá okkur líka,“ segir Svanborg.

Svanborg segir að í dag séu um 300 mál í vinnslu hjá lögfræðingum embættisinsog önnur 300 mál í vinnslu hjá ráðgjöfum. Um 850 mál séu síðan í vinnslu hjá umsjónarmönnum bæði innan og utanhúss.

„Eins og stefnt var að er embættið að minnka. En greiðsluaðlögun er úrræði sem er komið til að vera og Umboðsmaður skuldara líka. Það þarf einhvern til að framfylgja lögum um greiðsluaðlögun, þetta er úrræði sem hefur verið á Norðurlöndunum í rúmlega áratug og hefur reynst vel þar,“ segir Svanborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×