Innlent

Trillu bjargað við Gróttu

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Höfnin við Reykjavík. Mynd úr safni.
Höfnin við Reykjavík. Mynd úr safni.
Trillu sem leið var út í Akurey var bjargað við Gróttu rétt fyrir 5 í dag. Vél trillunnar missti kraft en samkvæmt Slysavarnarfélaginu Landsbjörg var ekki mikil hætta á ferðum. Þó þurfi ávallt að bregðast skjótt við þegar svona aðstæður koma upp og bátar eru nærri landi þar sem hætta sé á strandi. Það geti verið hættulegt.

Tveir björgunarbátar voru sendir út til þess að bjarga bátsverjanum sem var einn um borð. Björgunaraðgerðir gengu vel, björgunarmenn voru snöggir á vettvang og veður þokkalegt. Trillan var dregin til hafnar í Reykjavíkur og kom í höfn um sexleytið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×