Mikil spenna um hvort Stoltenberg haldi velli Kristján Már Unnarsson skrifar 4. september 2013 19:53 Þingkosningarnar í Noregi eftir fimm daga eru einhverjar þær mest spennandi þar í landi um langt skeið. Flest bendir til að rauðgræn ríkisstjórn Jens Stoltenbergs falli og að við taki hægri stjórn undir forsæti Ernu Solbergs. Þetta er að minnsta kosti samdóma álit þeirra reynslubolta sem sátu á pallborðinu fyrir fullum sal í Norræna húsinu í dag, á fundi sem Norræna félagið, norska sendiráðið, Alþjóðastofnun Háskóla Íslands og Upplýsingastofa um Norðurlönd stóðu fyrir. Þau Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Siv Friðleifsdóttir, Eiður Guðnason og Svavar Gestsson, sem öll gjörþekkja norsk stjórnmál, eftir fyrri störf sín sem alþingismenn, ráðherrar og sendiherrar, lýstu mati sínu í fréttum Stöðvar 2. Þótt flest bendi til þess að Jens Stoltenberg þurfi að víkja úr forsætisráðherrastólnum fyrir Ernu Solberg, leiðtoga Hægri flokksins, voru frummælendur þó á því að Stoltenberg gæti reynst mjög öflugur á lokaspretti kosningabaráttunnar, og þótt stjórn hans félli væri það næstlíklegasti kosturinn, á eftir hægri stjórn, að hann myndaði minnihlutastjórn. Þriðja stjarna kosninganna er Siv Jensen, leiðtogi Framfaraflokksins, sem gæti komist í ríkisstjórn í fyrsta sinn. Svavar Gestsson segir þá niðurstöðu stórtíðindi og Siv Friðleifsdóttir telur stjórnarþátttöku Framfaraflokksins munu hafa áhrif á öllum Norðurlöndum. Þau Sigríður Dúna og Eiður voru þó á því að stjórnarskipti í Noregi myndu ekki leiða til neinna grundvallarbreytinga í norsku samfélagi. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Þingkosningarnar í Noregi eftir fimm daga eru einhverjar þær mest spennandi þar í landi um langt skeið. Flest bendir til að rauðgræn ríkisstjórn Jens Stoltenbergs falli og að við taki hægri stjórn undir forsæti Ernu Solbergs. Þetta er að minnsta kosti samdóma álit þeirra reynslubolta sem sátu á pallborðinu fyrir fullum sal í Norræna húsinu í dag, á fundi sem Norræna félagið, norska sendiráðið, Alþjóðastofnun Háskóla Íslands og Upplýsingastofa um Norðurlönd stóðu fyrir. Þau Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Siv Friðleifsdóttir, Eiður Guðnason og Svavar Gestsson, sem öll gjörþekkja norsk stjórnmál, eftir fyrri störf sín sem alþingismenn, ráðherrar og sendiherrar, lýstu mati sínu í fréttum Stöðvar 2. Þótt flest bendi til þess að Jens Stoltenberg þurfi að víkja úr forsætisráðherrastólnum fyrir Ernu Solberg, leiðtoga Hægri flokksins, voru frummælendur þó á því að Stoltenberg gæti reynst mjög öflugur á lokaspretti kosningabaráttunnar, og þótt stjórn hans félli væri það næstlíklegasti kosturinn, á eftir hægri stjórn, að hann myndaði minnihlutastjórn. Þriðja stjarna kosninganna er Siv Jensen, leiðtogi Framfaraflokksins, sem gæti komist í ríkisstjórn í fyrsta sinn. Svavar Gestsson segir þá niðurstöðu stórtíðindi og Siv Friðleifsdóttir telur stjórnarþátttöku Framfaraflokksins munu hafa áhrif á öllum Norðurlöndum. Þau Sigríður Dúna og Eiður voru þó á því að stjórnarskipti í Noregi myndu ekki leiða til neinna grundvallarbreytinga í norsku samfélagi.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira