Innlent

Blása reykinn burt með stórum blásurum

Samúel Karl Ólason skrifar
Búið er að opna lúgu á Fernöndu til að létta á hitanum í skipinu.
Búið er að opna lúgu á Fernöndu til að létta á hitanum í skipinu. Mynd/Stefnir Snorrason
Slökkivilið Höfuðborgarsvæðisins hefur komið fyrir stórum blásurum fyrir aftan Fernöndu til að hindra að reyk beri yfir byggð í Hafnafirði.

Rétt í þessu steig gulur reykur í meira magni en áður upp frá skipinu sökum þess að lúga var opnuð á skipinu til að létta á hitanum inn í því. Varðskipið Þór er notað til að dæla sjó um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×