Innlent

Ökklabrotnaði í frystiklefa

Bjarki Ármannsson skrifar
Maðurinn ökklabrotnaði við fall af fiskikarastæðu.
Maðurinn ökklabrotnaði við fall af fiskikarastæðu. MYND/EGILL
Karlmaður ökklabrotnaði við vinnu sína í fiskvinnslufyrirtæki í Sandgerði í gær. Manninum skrikaði fótur við að klifra niður af fiskikarastæðu með þeim afleiðingum að hann féll í gólfið. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. 

Lögreglan á Suðurnesjum fékk einnig tilkynningu um vinnuslys sem átti sér stað um borð í báti í Grindavíkurhöfn. Þar skaust flís í auga manns sem var að vinna með slípirokk. Hann leitaði um leið læknisaðstoðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×