Fótbolti

Hannes Þ. Sigurðsson lauk tímabilinu á marki í Kasakstan

Stefán Árni Pálsson skrifar
Knattspyrnumaðurinn Hannes Þ. Sigurðsson skoraði eina mark Atyrau í lokaumferðinni í efstu deildinni í Kasakstan en liðið gerði jafntefli, 1-1, við Ordabasy.

Atyrau hafnaði í 11. sæti deildarinnar á tímabilinu og gerði Hannes þrjú mörk fyrir liðið á tímabilinu.

Atyrau skoraði aðeins fjórtán mörk í deildinni á tímabilinu en Hannes lék 15 leiki fyrir félagið á tímabilinu og var frá í ellfu vegna meiðsla.

Markið hjá Hannesi í dag gerði það að verkum að leikmaðurinn endaði sem markahæstur hjá Atyrau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×