„Ef ég sæi lausn í málinu værum við sestir að borðinu“ Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 28. október 2012 19:01 Mynd úr safni Það kemur ekki til greina að breyta hlutaskiptakerfi útvegsmanna og sjómanna að svo stöddu, segir formaður sjómannasambandsins. Hann segir ágætis afkomu vera hjá útgerðunum til að standa straum af auknum kostnaði vegna veiðileyfagjaldsins. Kjarasamningar milli sjómanna og útgerða hafa verið lausir í tvö ár um næstu áramót og hafa viðræður verið strand um nokkurt skeið. Á aðalfundi LÍÚ í síðustu viku var samþykkt ályktun þess efnis að breyta þurfi núverandi hlutaskiptakerfi útvegsmanna og sjómanna, það er skiptingu aflaverðmætis, vegna aukins kostnaðar hjá útgerðum og aukinna álaga stjórnvalda meðal annars vegna veiðileyfagjalda og að ef ekki takist samningar verði efnt til atvkvæðagreiðslu um boðun verkbanns. Kemur til greina að breyta þessari reglu? „Nei, það er alveg útilokað mál. Í dag eru tekin 30 prósent af aflaverðmæti framhjá skiptum til þess að taka þátt í útgerðarkostnaði og ef menn ætla að blanda inn í þetta veiðileyfagjaldinu nýkomna, sem ég er mjög ósáttur við, að þá er það alveg ljóst að það var ekki meining löggjafans að sjómennirnir borguðu af því þá hefðu þeir einfaldlega sett það inn í lögin," segir Sævar Guðmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Adolf Guðmundsson formaður LÍÚ sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann muni óska eftir fundi við sáttasemjara í næstu viku. „Við bara samþykkjum þetta ekki, það er ágætis afkoma í útgerðinni í dag og við sjáum enga ástæðu til að breyta hlutaskiptum." Sævar segir að fyrir tíu árum síðar hafi sjómenn lagt til fastlaunakerfi fyrir sjómenn „Við gerðum það fyrir tíu árum síðan þegar það voru harðar deilur útaf verðmyndun á fiski og þá bað þáverandi formaður LÍÚ, það síðasta allra orða, að nefna það ekki oftar að fara í fastlaunakerfi með sjómenn en það var gert í neyðarástandi sem þá var." Sérðu einhverja lausn á þessu máli? „Nei, ég sé hana ekki, ef ég sæi hana værum við sestir að borðinu," segir hann að lokum. Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Sjá meira
Það kemur ekki til greina að breyta hlutaskiptakerfi útvegsmanna og sjómanna að svo stöddu, segir formaður sjómannasambandsins. Hann segir ágætis afkomu vera hjá útgerðunum til að standa straum af auknum kostnaði vegna veiðileyfagjaldsins. Kjarasamningar milli sjómanna og útgerða hafa verið lausir í tvö ár um næstu áramót og hafa viðræður verið strand um nokkurt skeið. Á aðalfundi LÍÚ í síðustu viku var samþykkt ályktun þess efnis að breyta þurfi núverandi hlutaskiptakerfi útvegsmanna og sjómanna, það er skiptingu aflaverðmætis, vegna aukins kostnaðar hjá útgerðum og aukinna álaga stjórnvalda meðal annars vegna veiðileyfagjalda og að ef ekki takist samningar verði efnt til atvkvæðagreiðslu um boðun verkbanns. Kemur til greina að breyta þessari reglu? „Nei, það er alveg útilokað mál. Í dag eru tekin 30 prósent af aflaverðmæti framhjá skiptum til þess að taka þátt í útgerðarkostnaði og ef menn ætla að blanda inn í þetta veiðileyfagjaldinu nýkomna, sem ég er mjög ósáttur við, að þá er það alveg ljóst að það var ekki meining löggjafans að sjómennirnir borguðu af því þá hefðu þeir einfaldlega sett það inn í lögin," segir Sævar Guðmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Adolf Guðmundsson formaður LÍÚ sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann muni óska eftir fundi við sáttasemjara í næstu viku. „Við bara samþykkjum þetta ekki, það er ágætis afkoma í útgerðinni í dag og við sjáum enga ástæðu til að breyta hlutaskiptum." Sævar segir að fyrir tíu árum síðar hafi sjómenn lagt til fastlaunakerfi fyrir sjómenn „Við gerðum það fyrir tíu árum síðan þegar það voru harðar deilur útaf verðmyndun á fiski og þá bað þáverandi formaður LÍÚ, það síðasta allra orða, að nefna það ekki oftar að fara í fastlaunakerfi með sjómenn en það var gert í neyðarástandi sem þá var." Sérðu einhverja lausn á þessu máli? „Nei, ég sé hana ekki, ef ég sæi hana værum við sestir að borðinu," segir hann að lokum.
Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Sjá meira