„Ef ég sæi lausn í málinu værum við sestir að borðinu“ Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 28. október 2012 19:01 Mynd úr safni Það kemur ekki til greina að breyta hlutaskiptakerfi útvegsmanna og sjómanna að svo stöddu, segir formaður sjómannasambandsins. Hann segir ágætis afkomu vera hjá útgerðunum til að standa straum af auknum kostnaði vegna veiðileyfagjaldsins. Kjarasamningar milli sjómanna og útgerða hafa verið lausir í tvö ár um næstu áramót og hafa viðræður verið strand um nokkurt skeið. Á aðalfundi LÍÚ í síðustu viku var samþykkt ályktun þess efnis að breyta þurfi núverandi hlutaskiptakerfi útvegsmanna og sjómanna, það er skiptingu aflaverðmætis, vegna aukins kostnaðar hjá útgerðum og aukinna álaga stjórnvalda meðal annars vegna veiðileyfagjalda og að ef ekki takist samningar verði efnt til atvkvæðagreiðslu um boðun verkbanns. Kemur til greina að breyta þessari reglu? „Nei, það er alveg útilokað mál. Í dag eru tekin 30 prósent af aflaverðmæti framhjá skiptum til þess að taka þátt í útgerðarkostnaði og ef menn ætla að blanda inn í þetta veiðileyfagjaldinu nýkomna, sem ég er mjög ósáttur við, að þá er það alveg ljóst að það var ekki meining löggjafans að sjómennirnir borguðu af því þá hefðu þeir einfaldlega sett það inn í lögin," segir Sævar Guðmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Adolf Guðmundsson formaður LÍÚ sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann muni óska eftir fundi við sáttasemjara í næstu viku. „Við bara samþykkjum þetta ekki, það er ágætis afkoma í útgerðinni í dag og við sjáum enga ástæðu til að breyta hlutaskiptum." Sævar segir að fyrir tíu árum síðar hafi sjómenn lagt til fastlaunakerfi fyrir sjómenn „Við gerðum það fyrir tíu árum síðan þegar það voru harðar deilur útaf verðmyndun á fiski og þá bað þáverandi formaður LÍÚ, það síðasta allra orða, að nefna það ekki oftar að fara í fastlaunakerfi með sjómenn en það var gert í neyðarástandi sem þá var." Sérðu einhverja lausn á þessu máli? „Nei, ég sé hana ekki, ef ég sæi hana værum við sestir að borðinu," segir hann að lokum. Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Það kemur ekki til greina að breyta hlutaskiptakerfi útvegsmanna og sjómanna að svo stöddu, segir formaður sjómannasambandsins. Hann segir ágætis afkomu vera hjá útgerðunum til að standa straum af auknum kostnaði vegna veiðileyfagjaldsins. Kjarasamningar milli sjómanna og útgerða hafa verið lausir í tvö ár um næstu áramót og hafa viðræður verið strand um nokkurt skeið. Á aðalfundi LÍÚ í síðustu viku var samþykkt ályktun þess efnis að breyta þurfi núverandi hlutaskiptakerfi útvegsmanna og sjómanna, það er skiptingu aflaverðmætis, vegna aukins kostnaðar hjá útgerðum og aukinna álaga stjórnvalda meðal annars vegna veiðileyfagjalda og að ef ekki takist samningar verði efnt til atvkvæðagreiðslu um boðun verkbanns. Kemur til greina að breyta þessari reglu? „Nei, það er alveg útilokað mál. Í dag eru tekin 30 prósent af aflaverðmæti framhjá skiptum til þess að taka þátt í útgerðarkostnaði og ef menn ætla að blanda inn í þetta veiðileyfagjaldinu nýkomna, sem ég er mjög ósáttur við, að þá er það alveg ljóst að það var ekki meining löggjafans að sjómennirnir borguðu af því þá hefðu þeir einfaldlega sett það inn í lögin," segir Sævar Guðmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Adolf Guðmundsson formaður LÍÚ sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann muni óska eftir fundi við sáttasemjara í næstu viku. „Við bara samþykkjum þetta ekki, það er ágætis afkoma í útgerðinni í dag og við sjáum enga ástæðu til að breyta hlutaskiptum." Sævar segir að fyrir tíu árum síðar hafi sjómenn lagt til fastlaunakerfi fyrir sjómenn „Við gerðum það fyrir tíu árum síðan þegar það voru harðar deilur útaf verðmyndun á fiski og þá bað þáverandi formaður LÍÚ, það síðasta allra orða, að nefna það ekki oftar að fara í fastlaunakerfi með sjómenn en það var gert í neyðarástandi sem þá var." Sérðu einhverja lausn á þessu máli? „Nei, ég sé hana ekki, ef ég sæi hana værum við sestir að borðinu," segir hann að lokum.
Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira