Erlent

Harmleikur í brúðkaupsveislu

Slysið átti sér stað í brúðkaupsveislu. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Slysið átti sér stað í brúðkaupsveislu. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. MYND/AFP
Hátt í 25 létust og 30 aðrir særðust í eldsvoða í brúðkaupsveislu í austurhluta Sádí-Arabíu fyrr í dag.

Talið er að háspennulína hafi rifnað þegar nokkrir veislugestir fögnuðu með því að skjóta úr byssum sínum.

Háspennulínan féll til jarðar og komst í snertingu við járnhurð með tilheyrandi neistaflugi. Hurðin var jafnframt eini útgangurinn úr garðinum sem veislan var haldin í.

Að sádí-arabískum sið var veislan kynjaskipt og því eru flestir hinna látnu konur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×