Ekki hefur gengið að laga óeðlilegan titring í vél varðskipsins Þórs þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir sérfræðinga frá Rolls Royce verksmiðjunum. Líklegt er að skipið þurfi að fara til Noregs til viðgerðar, að því er segir á vef Landhelgisgæslu Íslands.
Í ljós kom í desember að titringur í annarri af aðalvélum Þórs var yfir viðmiðunarmörkum frá Rolls Royce, sem framleiddi vélarnar. Þær eru í ábyrgð hjá verksmiðjunum. Tilraunir til að gera við vélarnar hér á landi skiluðu ekki tilætluðum árangri.
Verði skipið sent til Noregs til viðgerðar verður það væntanlega frá í nokkrar vikur. - bj
Fer líklega utan til viðgerðar
