Innlent

Varðskipið Þór sent til Bergen til viðgerða

Nýja varðskipinu Þór verður siglt til Bergen í Noregi til viðgerða vegna alvarlegra galla, og gætu þær tekið nokkrar vikur, að minnsta kosti.

Það var framleiðandi vélbúnaðar skipsins sem ákvað þetta í gær og er þegar farið að undribúa siglinguna. Ástæðan er að óeðlilega mikill titringur er í annarri aðalvélinni, sem veldur því meðal annars að festingar undir henni hafa losnað.

Þrátt fyrir breytingar á eldsneytiskerfi, og að skipt hafi verið um mótorpúða og steypt undir vélina, hverfur titringurinn ekki og hefur skipið því ekki verið nothæft til gæslustarfa frá því að það kom nýtt til landsins í haust.

Skipið er enn í ábyrgð þannig að Gæslan ber ekki kostnað af viðgerðinni í Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×