Sport

Bolt ætlar að setja tvö heimsmet á ÓL í sumar

Jamaíkumaðurinn Usain Bolt hefur sett stefnuna á að hlaupa 100 metra hlaup á 9,4 sekúndum og 200 metra hlaup á 19 sekúndum á ÓL í sumar.

Bolt á heimsmetin í báðum greinum. Heimsmetið í 100 metra hlaupi er 9,58 sekúndur og í 200 metrum er það 19,19 sekúndur.

"Fólk bíður spennt eftir að ég hlaupi á þessum tímum enda yrði það ótrúlegt. Ég er að leggja gríðarlega hart að mér til þess að ná þessum markmiðum," sagði Bolt kokhraustur.

Leikarnir í London hefjast eftir 100 daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×