Enski boltinn

Rasmus Elm sagður á leið til Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rasmus Elm í leik með AZ Alkmaar.
Rasmus Elm í leik með AZ Alkmaar. Nordic Photos / Getty Images
Enska götublaðið The Sun fullyrðir í dag að Liverpool hafi komist að samkomulagi við hollenska liðið AZ Alkmaar um kaupverð á Svíanum Rasmus Elm.

Elm er miðvallarleikmaður sem hefur slegið í gegn í hollensku deildinni. Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, fór til Hollands um helgina til að sjá Elm spila en sá síðarnefndi missti reyndar af leiknum þar sem eiginkona hans var komin á fæðingardeildina.

Ferðin var þó ekki til einskis, segir í fréttinni, því ákveðið hafi verið að ganga frá samkomulagi um kaupverð. Er það sagt vera um átta milljónir punda.

Elm er 24 ára gamall og á 22 landsleiki að baki. Hann er sagður hafa komist að samkomulagi um kaup og kjör við Liverpool áður en Dalglish ferðaðist til Hollands.

Elm hefur undanfarin ár verið orðaður við mörg helstu stórlið Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×