Innlent

Sveppaeitur í barnagraut

Of mikið magn af mycotoxín mældist í lífræna barnagrautnum frá Holle.
Of mikið magn af mycotoxín mældist í lífræna barnagrautnum frá Holle.
Yggdrasill hefur innkallað þriggja korna lífrænan barnagraut þar sem í honum mældist aukið magn OTA (mycotoxin), sem er myglusveppaeitur.

Grauturinn er framleiddur undir vörumerkinu Holle. Varan er þó innkölluð hér á landi til að gæta fyllsta öryggis. Þetta á við um graut sem er merktur dagsetningunni 25.04.2013. Grauturinn fór í dreifingu í Nettó, Samkaup, Melabúðina, Fjarðarkaup, Hagkaup, Víði, Lyfju og Vöruval í Vestmannaeyjum.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×