Mikið þýfi, riffill og dínamít hjá Outlaws 19. september 2012 06:00 Þegar einn mannanna var leiddur fyrir dómara síðdegis í gær biðu sumir félaga hans fyrir utan. Þegar hann var leiddur út í lögreglubíl á eftir sögðust þeir myndu heimsækja hann í fangelsið. Ungur maður tengdur vélhjólasamtökunum Outlaws úrskurðaður í varðhald í kjölfar húsleita í Mosfellsbæ og Hafnarfirði. Þar fannst mikið af raftækjum sem talin eru stolin, riffill og dínamíttúba. Nýr leiðtogi Outlaws ekki handtekinn. Maður um tvítugt var síðdegis í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna brota sem talin eru tengjast vélhjólasamtökunum Outlaws. Lögreglan réðst inn í tvö hús í fyrrakvöld, fyrst í Mosfellsbæ og síðan í Hafnarfirði, og handtók sjö manns, fimm karla og tvær konur. Fimm voru handteknir í heimahúsinu í Mosfellsbæ en tveir í félagsheimili Outlaws í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Fólkið er flest um og yfir tvítugt en einn maðurinn er rúmlega þrítugur. Hluta hinna handteknu var sleppt lausum strax í fyrrinótt en hinir voru yfirheyrðir í gær og síðan leystir úr haldi, það er allir nema einn, sem ákveðið var að færa fyrir dómara. Hann er talinn hafa verið iðinn við afbrot undanfarnar vikur og mánuði, og á grundvelli þess mat lögreglan það svo að ástæða væri til að óska eftir gæsluvarðhaldi yfir honum. Á það féllst dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að við húsleitirnar hafi fundist fíkniefni, þýfi, vopn og auk þess sprengiefni í húsinu í Hafnarfirði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var ekki um mikið magn fíkniefna að ræða – fyrst og fremst amfetamín og kannabisefni í neysluskömmtum. Mjög mikið fannst hins vegar af ætluðu þýfi, aðallega í heimahúsinu í Mosfellsbæ þar sem sá var handtekinn sem nú situr í varðhaldi. Það var mikið til raftæki; símar, iPod-tónhlöður og tölvur sem talið er að hafi verið stolið í innbrotum á heimili og fyrirtæki að undanförnu. Þá fannst einn riffill, auk þess sem teknir voru hnífar af sumum hinna handteknu. Loks fannst, í félagsheimilinu í Hafnarfirði, dínamíttúba, sem þó hefði þurft hvellhettu til að sprengja. Eftir að Ríkharð Júlíus Ríkharðsson, forsprakki Outlaws, var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í fyrra fyrir aðild sína að skotárás í Bryggjuhverfinu hefur annar maður, Ragnar Davíð Bjarnason, stýrt samtökunum. Ragnar, kallaður Raggi sænski, á langan brotaferil að baki. Heimildir Fréttablaðsins herma að hann hafi hins vegar ekki verið meðal hinna handteknu í gær.stigur@frettabladid.is Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Ungur maður tengdur vélhjólasamtökunum Outlaws úrskurðaður í varðhald í kjölfar húsleita í Mosfellsbæ og Hafnarfirði. Þar fannst mikið af raftækjum sem talin eru stolin, riffill og dínamíttúba. Nýr leiðtogi Outlaws ekki handtekinn. Maður um tvítugt var síðdegis í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna brota sem talin eru tengjast vélhjólasamtökunum Outlaws. Lögreglan réðst inn í tvö hús í fyrrakvöld, fyrst í Mosfellsbæ og síðan í Hafnarfirði, og handtók sjö manns, fimm karla og tvær konur. Fimm voru handteknir í heimahúsinu í Mosfellsbæ en tveir í félagsheimili Outlaws í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Fólkið er flest um og yfir tvítugt en einn maðurinn er rúmlega þrítugur. Hluta hinna handteknu var sleppt lausum strax í fyrrinótt en hinir voru yfirheyrðir í gær og síðan leystir úr haldi, það er allir nema einn, sem ákveðið var að færa fyrir dómara. Hann er talinn hafa verið iðinn við afbrot undanfarnar vikur og mánuði, og á grundvelli þess mat lögreglan það svo að ástæða væri til að óska eftir gæsluvarðhaldi yfir honum. Á það féllst dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að við húsleitirnar hafi fundist fíkniefni, þýfi, vopn og auk þess sprengiefni í húsinu í Hafnarfirði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var ekki um mikið magn fíkniefna að ræða – fyrst og fremst amfetamín og kannabisefni í neysluskömmtum. Mjög mikið fannst hins vegar af ætluðu þýfi, aðallega í heimahúsinu í Mosfellsbæ þar sem sá var handtekinn sem nú situr í varðhaldi. Það var mikið til raftæki; símar, iPod-tónhlöður og tölvur sem talið er að hafi verið stolið í innbrotum á heimili og fyrirtæki að undanförnu. Þá fannst einn riffill, auk þess sem teknir voru hnífar af sumum hinna handteknu. Loks fannst, í félagsheimilinu í Hafnarfirði, dínamíttúba, sem þó hefði þurft hvellhettu til að sprengja. Eftir að Ríkharð Júlíus Ríkharðsson, forsprakki Outlaws, var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í fyrra fyrir aðild sína að skotárás í Bryggjuhverfinu hefur annar maður, Ragnar Davíð Bjarnason, stýrt samtökunum. Ragnar, kallaður Raggi sænski, á langan brotaferil að baki. Heimildir Fréttablaðsins herma að hann hafi hins vegar ekki verið meðal hinna handteknu í gær.stigur@frettabladid.is
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira