Innlent

Bjargráðasjóður bæti bændum tjónið

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon
Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, ræddi fjárskaðann á Alþingi í gær og benti á að fé úr Bjargráðasjóði hefði verið ráðstafað til bænda vegna eldgosanna árin 2010 og 2011. Steingrímur J. Sigfússon atvinnumálaráðherra sagði Bjargráðasjóð verða nýttan til að bæta bændum tjónið.

„Ráðuneytið hefur átt fundi með bændasamtökunum og Bjargráðasjóði. Það er ljóst að það mun koma til kasta sjóðsins,“ sagði Steingrímur á Alþingi. Enn eru eftirstöðvar í Bjargráðasjóði. „Þeim verður ráðstafað til að mæta þessu tjóni og meiru ef til þarf. Ríkisstjórnin hefur þegar samþykkt fyrir sitt leyti að nýta þessar eftirstöðvar til að bæta tjón vegna óveðursins,“ sagði Steingrímur enn fremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×