Engin stimpilgjöld við skipti á banka 19. september 2012 04:30 Stimpilgjöld á húsnæðislán eru 0,4 prósent af fasteignamati þeirrar fasteignar sem keypt er. Áætlað er að gjöldin skili ríkissjóði 4,1 milljarði króna á næsta ári. fréttablaðið/vilhelm Nefnd vinnur að frumvarpsdrögum sem eiga að draga úr kostnaði við flutning viðskipta á milli lánardrottna. Önnur nefnd á að endurskoða neytendavernd á íslenskum fjármálamarkaði. Hún skilar skýrslu í síðasta lagi 15. janúar 2013. Íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að endurskoða lög um stimpilgjöld með það fyrir augum að afnema slík gjöld á útgáfu skuldabréfa einstaklinga þegar skipt er um kröfuhafa. Starfshópur sem hefur verið skipaður á að skila af sér frumvarpsdrögum um málið í október. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um samþykkt á ríkisaðstoð við nýju bankana þrjá, Landsbanka, Íslandsbanka og Arion banka, þegar þeir voru fjármagnaðir. Í ákvörðun ESA segir einnig að starfshópurinn eigi einnig að kanna hvernig álagningu stimpilgjalda megi breyta til að einfalda ferlið og ýta undir samkeppni á meðal fjármálafyrirtækja. Lög um stimpilgjöld voru sett 1978. Samkvæmt þeim greiða allir sem kaupa sér fasteign 0,4 prósent af fasteignamati hennar í stimpilgjald til ríkissjóðs. Þeir sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign eru undanþegnir gjaldinu. Af vanalegum veðskuldabréfum eru greidd 1,5 prósent af fjárhæð bréfsins. Ef skuldari ætlar að færa skuldir sínar yfir til annars fjármálafyrirtækis, sem býður mögulega betri kjör, þá þarf hann að greiða stimpilgjöld af nýju fjármögnuninni. Þau gera það oft að verkum að flutningurinn verður óhagkvæmur og gjöldin virka því sem samkeppnishindrun. Í júní síðastliðnum tilkynnti ESA um þá ákvörðun sína að samþykkja þá ríkisaðstoð sem veitt var við endurskipulagningu á nýju viðskiptabönkunum þremur. Þar kom fram að stjórnvöld og bankarnir sjálfir þyrftu að grípa til fullnægjandi ráðstafana til að draga úr röskun á samkeppni vegna tilurðar þeirra. Jafnframt segir að íslensk stjórnvöld hafi skuldbundið sig til að endurskoða lög um stimpilgjald með tilliti til þess að draga úr kostnaði við flutning viðskipta á milli lánardrottna. Í öðru lagi eigi stjórnvöld að skipa nefnd sem á að endurskoða neytendavernd á íslenskum fjármálamarkaði og leggja fram tillögur um hvernig staða einstaklinga og heimila gagnvart fjármálafyrirtækjum getur verið styrkt. Nefndin á sérstaklega að fjalla um að auðvelda viðskiptavinum fjármálafyrirtækja að skipta um viðskiptabanka. thordur@frettabladid.is Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Nefnd vinnur að frumvarpsdrögum sem eiga að draga úr kostnaði við flutning viðskipta á milli lánardrottna. Önnur nefnd á að endurskoða neytendavernd á íslenskum fjármálamarkaði. Hún skilar skýrslu í síðasta lagi 15. janúar 2013. Íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að endurskoða lög um stimpilgjöld með það fyrir augum að afnema slík gjöld á útgáfu skuldabréfa einstaklinga þegar skipt er um kröfuhafa. Starfshópur sem hefur verið skipaður á að skila af sér frumvarpsdrögum um málið í október. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um samþykkt á ríkisaðstoð við nýju bankana þrjá, Landsbanka, Íslandsbanka og Arion banka, þegar þeir voru fjármagnaðir. Í ákvörðun ESA segir einnig að starfshópurinn eigi einnig að kanna hvernig álagningu stimpilgjalda megi breyta til að einfalda ferlið og ýta undir samkeppni á meðal fjármálafyrirtækja. Lög um stimpilgjöld voru sett 1978. Samkvæmt þeim greiða allir sem kaupa sér fasteign 0,4 prósent af fasteignamati hennar í stimpilgjald til ríkissjóðs. Þeir sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign eru undanþegnir gjaldinu. Af vanalegum veðskuldabréfum eru greidd 1,5 prósent af fjárhæð bréfsins. Ef skuldari ætlar að færa skuldir sínar yfir til annars fjármálafyrirtækis, sem býður mögulega betri kjör, þá þarf hann að greiða stimpilgjöld af nýju fjármögnuninni. Þau gera það oft að verkum að flutningurinn verður óhagkvæmur og gjöldin virka því sem samkeppnishindrun. Í júní síðastliðnum tilkynnti ESA um þá ákvörðun sína að samþykkja þá ríkisaðstoð sem veitt var við endurskipulagningu á nýju viðskiptabönkunum þremur. Þar kom fram að stjórnvöld og bankarnir sjálfir þyrftu að grípa til fullnægjandi ráðstafana til að draga úr röskun á samkeppni vegna tilurðar þeirra. Jafnframt segir að íslensk stjórnvöld hafi skuldbundið sig til að endurskoða lög um stimpilgjald með tilliti til þess að draga úr kostnaði við flutning viðskipta á milli lánardrottna. Í öðru lagi eigi stjórnvöld að skipa nefnd sem á að endurskoða neytendavernd á íslenskum fjármálamarkaði og leggja fram tillögur um hvernig staða einstaklinga og heimila gagnvart fjármálafyrirtækjum getur verið styrkt. Nefndin á sérstaklega að fjalla um að auðvelda viðskiptavinum fjármálafyrirtækja að skipta um viðskiptabanka. thordur@frettabladid.is
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent