Skýrsla Seðlabanka krefst mikillar yfirlegu 19. september 2012 07:30 Gylfi Arnbjörnsson Efnahagsmál Forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins fagna nýrri skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðilsmálum. Framkvæmdastjóri SA segir að treysta þurfi krónuna og forseti ASÍ segir ljóst að upptaka evru sé besti kosturinn í stöðunni. Þá telja þeir báðir mikilvægt að skýrslan verði rædd. „Mér sýnist að Seðlabankinn hafi lagt sig fram við að greina þessi mál og gert það eins faglega og unnt er. Eftir stendur sú niðurstaða að þetta sé álitamál og að rökstyðja megi tvo kosti. Annars vegar að okkur sé betur borgið í ESB með evru og hins vegar að halda krónunni,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, og heldur áfram: „Ég held að það sé rétt sem fram kemur að upptaka evrunnar er miklu fremur langtímamál en að hún sé skyndilega hrist fram úr erminni. Verkefnið til skamms tíma hlýtur því að vera að fá krónuna til að virka.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir skýrslu Seðlabankans vandaða. „Ég held að það sé alveg klárt að niðurstaða hennar er að hagsmunum atvinnulífsins sé best borgið með upptöku evrunnar,“ segir Gylfi. „Þá er Seðlabankinn mjög opinskár í því mati sínu að reynslan af fljótandi krónu sé alls ekki góð. Hún hafi ýkt sveiflur fremur en að bregðast við þeim.“ Þá bendir Gylfi á að aðild að ESB kunni að vera ófær. Ef svo reynist sjái hann ekki hvernig fljótandi króna geti verið lausnin. „Mér finnst þess virði að skoða hvort ekki sé eðlilegt að taka aftur upp fast gengi í ljósi þeirra takmarkana sem við munum þurfa að hafa á gjaldeyrishreyfingum. Betur gekk að tryggja stöðugleika, lága verðbólgu og lága vexti með fast gengi en þegar við þurftum að fleyta krónunni á sínum tíma vegna áhættunnar af árásum spákaupmanna-,“ segir Gylfi.- mþl Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Efnahagsmál Forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins fagna nýrri skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðilsmálum. Framkvæmdastjóri SA segir að treysta þurfi krónuna og forseti ASÍ segir ljóst að upptaka evru sé besti kosturinn í stöðunni. Þá telja þeir báðir mikilvægt að skýrslan verði rædd. „Mér sýnist að Seðlabankinn hafi lagt sig fram við að greina þessi mál og gert það eins faglega og unnt er. Eftir stendur sú niðurstaða að þetta sé álitamál og að rökstyðja megi tvo kosti. Annars vegar að okkur sé betur borgið í ESB með evru og hins vegar að halda krónunni,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, og heldur áfram: „Ég held að það sé rétt sem fram kemur að upptaka evrunnar er miklu fremur langtímamál en að hún sé skyndilega hrist fram úr erminni. Verkefnið til skamms tíma hlýtur því að vera að fá krónuna til að virka.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir skýrslu Seðlabankans vandaða. „Ég held að það sé alveg klárt að niðurstaða hennar er að hagsmunum atvinnulífsins sé best borgið með upptöku evrunnar,“ segir Gylfi. „Þá er Seðlabankinn mjög opinskár í því mati sínu að reynslan af fljótandi krónu sé alls ekki góð. Hún hafi ýkt sveiflur fremur en að bregðast við þeim.“ Þá bendir Gylfi á að aðild að ESB kunni að vera ófær. Ef svo reynist sjái hann ekki hvernig fljótandi króna geti verið lausnin. „Mér finnst þess virði að skoða hvort ekki sé eðlilegt að taka aftur upp fast gengi í ljósi þeirra takmarkana sem við munum þurfa að hafa á gjaldeyrishreyfingum. Betur gekk að tryggja stöðugleika, lága verðbólgu og lága vexti með fast gengi en þegar við þurftum að fleyta krónunni á sínum tíma vegna áhættunnar af árásum spákaupmanna-,“ segir Gylfi.- mþl
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira