„Menn finna bara hrúgu og grafa það sem er dautt“ 19. september 2012 04:00 Ljóst er að hundruð ef ekki þúsundir fjár hafa drepist á Norðurlandi eftir fárviðrið og segja bændur illmögulegt að koma hræjunum til byggða til förgunar. mynd/Egill Aðalsteinsson Hundruð hræja hafa verið grafin á víð og dreif í fjöllum Norðurlands eftir vetrarhörkurnar. Umhverfisstofnun segir skýrt að einungis eigi að farga slíku hjá viðurkenndum aðilum. Þúsundir fjár enn týndar. Bændur á Norðausturlandi hafa urðað hundruð dauðra kinda og lamba í giljum og hólum á fjöllum eftir fárviðrið fyrr í mánuðinum. Slíkt er óheimilt, en Matvælastofnun hefur að sögn bónda gefið munnlegt leyfi fyrir slíkri förgun. Samkvæmt lögum á að fara með dýrahræ á viðurkennda urðunarstaði og sorpbrennslustöðvar til förgunar. Sæþór Gunnsteinsson, bóndi í Presthvammi í Aðaldal, segir að dautt fé hafi verið sett í gjár eða urðað á staðnum þar sem hægt er. „Sumt er bara enn í sköflunum,“ segir hann. „Við komumst ekki einu sinni burt með lifandi fé, menn finna bara hrúgu og grafa það sem er dautt. Við erum búnir að fá munnlegt leyfi fyrir því frá Matvælastofnun, því það er ekki fræðilegur möguleiki að komast með féð burt. Við megum bara grafa þetta þar sem það er.“ Tveir löggiltir urðunarstaðir eru á svæðinu; Sorpbrennslustöð Suður-Þingeyinga á Húsavík og Urðunarstöðin á Kópaskeri. Hvorugur staðurinn hafði tekið á móti hræjum til urðunar í gær. Magnús Stefánsson, hjá Sorpbrennslustöðinni á Húsavík, segir allt hafa verið frágengið í marga daga til að taka á móti hræjunum til brennslu. „Við erum reyndar orðnir vanir því að undanþágur séu veittar fyrir urðun á dauðu fé í sveitum, svo þetta er ekkert nýtt. En þegar við óskum eftir svörum bendir Umhverfisstofnun á Matvælastofnun, sem bendir á dýralækni sem bendir svo á Umhverfisstofnun. Við fáum engin svör.“ Þorsteinn Ólafsson, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, segir stofnunina ekki líta svo á að um sé að ræða hættulegan úrgang. „Menn hafa í sjálfu sér engin tök á því að fjarlægja féð, en það þarf þó að koma því undan varginum,“ segir hann. „Matvælastofnun lítur svo á að þetta sé ekki hættulegur eða sóttmengaður úrgangur. Það er málefni Umhverfisstofnunar hvernig frá þessu er gengið. Við [Matvælastofnun] höfum hvorki amast við þessu né veitt sérstaka heimild. En það er óskaplega erfitt að gera þetta eins og allar ströngustu reglur segja til um.“ Ólafur Jónsson, héraðsdýralæknir á Norðausturlandi, segir einnig að málið sé á hendi Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlitsins. Menn hafi safnað saman dauðu fé í sveitunum en hann hafi ekki frekari upplýsingar um stöðu mála. Kalt sé í veðri, og allur gangur á því hvað menn geri við hræin. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun átti að fara með öll hræin sem fundust í brennsluna á Húsavík. Sigríður Kristjánsdóttir, deildarstjóri Hollustuverndar, segir engar undanþágur hafa verið veittar er varða urðun á hræjum, enda engar beiðnir um slíkt borist.„Það á að fara með þetta allt á viðurkennda móttökustöð,“ segir hún. Spurð hvort eftirmál verði ef fólk urði hræin á víðavangi, svarar Sigríður: „Það er hægt að kæra til lögreglu ef menn brjóta lögin.“ sunna@frettabladid.is Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Hundruð hræja hafa verið grafin á víð og dreif í fjöllum Norðurlands eftir vetrarhörkurnar. Umhverfisstofnun segir skýrt að einungis eigi að farga slíku hjá viðurkenndum aðilum. Þúsundir fjár enn týndar. Bændur á Norðausturlandi hafa urðað hundruð dauðra kinda og lamba í giljum og hólum á fjöllum eftir fárviðrið fyrr í mánuðinum. Slíkt er óheimilt, en Matvælastofnun hefur að sögn bónda gefið munnlegt leyfi fyrir slíkri förgun. Samkvæmt lögum á að fara með dýrahræ á viðurkennda urðunarstaði og sorpbrennslustöðvar til förgunar. Sæþór Gunnsteinsson, bóndi í Presthvammi í Aðaldal, segir að dautt fé hafi verið sett í gjár eða urðað á staðnum þar sem hægt er. „Sumt er bara enn í sköflunum,“ segir hann. „Við komumst ekki einu sinni burt með lifandi fé, menn finna bara hrúgu og grafa það sem er dautt. Við erum búnir að fá munnlegt leyfi fyrir því frá Matvælastofnun, því það er ekki fræðilegur möguleiki að komast með féð burt. Við megum bara grafa þetta þar sem það er.“ Tveir löggiltir urðunarstaðir eru á svæðinu; Sorpbrennslustöð Suður-Þingeyinga á Húsavík og Urðunarstöðin á Kópaskeri. Hvorugur staðurinn hafði tekið á móti hræjum til urðunar í gær. Magnús Stefánsson, hjá Sorpbrennslustöðinni á Húsavík, segir allt hafa verið frágengið í marga daga til að taka á móti hræjunum til brennslu. „Við erum reyndar orðnir vanir því að undanþágur séu veittar fyrir urðun á dauðu fé í sveitum, svo þetta er ekkert nýtt. En þegar við óskum eftir svörum bendir Umhverfisstofnun á Matvælastofnun, sem bendir á dýralækni sem bendir svo á Umhverfisstofnun. Við fáum engin svör.“ Þorsteinn Ólafsson, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, segir stofnunina ekki líta svo á að um sé að ræða hættulegan úrgang. „Menn hafa í sjálfu sér engin tök á því að fjarlægja féð, en það þarf þó að koma því undan varginum,“ segir hann. „Matvælastofnun lítur svo á að þetta sé ekki hættulegur eða sóttmengaður úrgangur. Það er málefni Umhverfisstofnunar hvernig frá þessu er gengið. Við [Matvælastofnun] höfum hvorki amast við þessu né veitt sérstaka heimild. En það er óskaplega erfitt að gera þetta eins og allar ströngustu reglur segja til um.“ Ólafur Jónsson, héraðsdýralæknir á Norðausturlandi, segir einnig að málið sé á hendi Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlitsins. Menn hafi safnað saman dauðu fé í sveitunum en hann hafi ekki frekari upplýsingar um stöðu mála. Kalt sé í veðri, og allur gangur á því hvað menn geri við hræin. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun átti að fara með öll hræin sem fundust í brennsluna á Húsavík. Sigríður Kristjánsdóttir, deildarstjóri Hollustuverndar, segir engar undanþágur hafa verið veittar er varða urðun á hræjum, enda engar beiðnir um slíkt borist.„Það á að fara með þetta allt á viðurkennda móttökustöð,“ segir hún. Spurð hvort eftirmál verði ef fólk urði hræin á víðavangi, svarar Sigríður: „Það er hægt að kæra til lögreglu ef menn brjóta lögin.“ sunna@frettabladid.is
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira