Innlent

Tveir teknir vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann sem fór um Árbæjarhverfið í gærkvöldi vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkniefna.

Sá grunur reyndist réttur en eftir skýrslutöku á lögreglustöðinni var hann látinn laus. Ökuþórinn mun þó ekki keyra mikið í bráð því hann var eins og við var að búast sviptur ökuréttindum.

Þá var annar í sama ásigkomulagi í Breiðholtinu seinna um kvöldið. Eins fór fyrir hans skírteini en maðurinn var þó látinn laus að skýrslutöku lokinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×