Engilbert ósáttur við forsvarsmenn myndarinnar Svartur á leik 19. september 2012 10:03 Engilbert Jensen, söngvari í hljómsveitinni Hljómum, stendur í málaferlum við framleiðendur íslensku kvikmyndarinnar Svartur á leik, sem frumsýnd var í vor. Ástæðan er lagið Þú og ég, með Hljómum, sem var endurhljóðblandað fyrir myndina. Þetta kemur fram í DV í dag. Lagið er upphaflega eftir þá Gunnar Þórðarson og Ólaf Gauk. Það var Frank Hall sem endurhljóðblandaði það og notaðist við upprunalegu upptökuna, það er að segja lag og söng. Það þurfti aðeins að laga hljóminn og spilaði því Gunnar Þórðarson sjálfur á gítar fyrir endurgerðina. Í samtali við DV segist Engilbert hinsvegar standa í málaferlunum vegna brots á sæmdarrétti flytjenda, en hann segir að þeir hafi notað lagið án samráðs við sig. „Ekki nóg með það, þeir nota líka upptöku af Hljómum í kynningarmyndbandi fyrir Svartur á leik. Við gerum einnig kröfu hvað það varðar, þar er brotin friðhelgi einkalífs." Málið er nú í sáttaferli hjá lögmönnum, en að sögn Engilberts buðu aðstandendur myndarinnar honum sáttaboð upp á 450 þúsund krónur. Engilbert vill hinsvegar 5,5 milljónir í bætur.Hvað er sæmdarréttur?Sá þáttur í höfundarrétti sem varðar fyrst og fremst álit höfundar og heiður nefnist sæmdarréttur (droit moral á frönsku). Sæmdarréttur er að því leyti frábrugðinn fjárhagslegum réttindum höfundar að hann getur ekki afsalað sér honum nema í einstökum, skýrt tilgreindum tilvikum. Sæmdarrétturinn er tvíþættur: Réttur til nafngreiningar (droit a la paternité) og réttur til þess að gætt sé höfundarheiðurs og sérkenna (droit au respect).Í 2. málsgrein 4. greinar höfundarlaga segir orðrétt: "Óheimilt er að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni."Annars vegar er vísað til breytinga á verki, hins vegar til birtingar á því. Tónskáldið eða textahöfundurinn hefur einkarétt á því að breyta verki sínu eða leyfa öðrum að gera það. Þegar skera þarf úr um það hvort meðferð á verki brjóti í bága við greinina ber að líta á það hvernig málið horfir við frá sjónarhóli tónskáldsins eða textahöfundarins. Þar ræður þó ekki úrslitum mat þess einstaklings sem í hlut á heldur verður að leggja til grundvallar almennt mat, svo sem á því hvort raskað hefur verið aðalefni verks, boðskap þess eða heildarsvið eða vegið að virðingu tónskálds og/eða textahöfundar eða ímynd hans.* *Af heimasíðu STEF. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður slasaður og þyrlan kölluð út á mesta forgangi Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Sjá meira
Engilbert Jensen, söngvari í hljómsveitinni Hljómum, stendur í málaferlum við framleiðendur íslensku kvikmyndarinnar Svartur á leik, sem frumsýnd var í vor. Ástæðan er lagið Þú og ég, með Hljómum, sem var endurhljóðblandað fyrir myndina. Þetta kemur fram í DV í dag. Lagið er upphaflega eftir þá Gunnar Þórðarson og Ólaf Gauk. Það var Frank Hall sem endurhljóðblandaði það og notaðist við upprunalegu upptökuna, það er að segja lag og söng. Það þurfti aðeins að laga hljóminn og spilaði því Gunnar Þórðarson sjálfur á gítar fyrir endurgerðina. Í samtali við DV segist Engilbert hinsvegar standa í málaferlunum vegna brots á sæmdarrétti flytjenda, en hann segir að þeir hafi notað lagið án samráðs við sig. „Ekki nóg með það, þeir nota líka upptöku af Hljómum í kynningarmyndbandi fyrir Svartur á leik. Við gerum einnig kröfu hvað það varðar, þar er brotin friðhelgi einkalífs." Málið er nú í sáttaferli hjá lögmönnum, en að sögn Engilberts buðu aðstandendur myndarinnar honum sáttaboð upp á 450 þúsund krónur. Engilbert vill hinsvegar 5,5 milljónir í bætur.Hvað er sæmdarréttur?Sá þáttur í höfundarrétti sem varðar fyrst og fremst álit höfundar og heiður nefnist sæmdarréttur (droit moral á frönsku). Sæmdarréttur er að því leyti frábrugðinn fjárhagslegum réttindum höfundar að hann getur ekki afsalað sér honum nema í einstökum, skýrt tilgreindum tilvikum. Sæmdarrétturinn er tvíþættur: Réttur til nafngreiningar (droit a la paternité) og réttur til þess að gætt sé höfundarheiðurs og sérkenna (droit au respect).Í 2. málsgrein 4. greinar höfundarlaga segir orðrétt: "Óheimilt er að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni."Annars vegar er vísað til breytinga á verki, hins vegar til birtingar á því. Tónskáldið eða textahöfundurinn hefur einkarétt á því að breyta verki sínu eða leyfa öðrum að gera það. Þegar skera þarf úr um það hvort meðferð á verki brjóti í bága við greinina ber að líta á það hvernig málið horfir við frá sjónarhóli tónskáldsins eða textahöfundarins. Þar ræður þó ekki úrslitum mat þess einstaklings sem í hlut á heldur verður að leggja til grundvallar almennt mat, svo sem á því hvort raskað hefur verið aðalefni verks, boðskap þess eða heildarsvið eða vegið að virðingu tónskálds og/eða textahöfundar eða ímynd hans.* *Af heimasíðu STEF.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður slasaður og þyrlan kölluð út á mesta forgangi Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent