Innlent

Er ESB-umsóknin dauð?

BBI skrifar
Heimssýn - hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum heldur opinn hádegisfund undir yfirskriftinni „Er ESB-umsóknin dauð?".

Heimssýn finnur ekki fyrir miklum stuðningi við aðildarumsókn Íslands, hvorki á Alþingi né meðal kjósenda. „Af fjórum stjórnmálaflokkum á alþingi eru þrír á móti aðild Íslands. Í samfélaginu eru engir kraftar, sem orð er á gerandi, er vinna að framgangi umsóknarinnar," segir í tilkynningu.

Fundurinn verður á Thorvaldsen í Austurstræti á morgun klukkan tólf. Frummælendur verða Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri, og Mörður Árnason, alþingismaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×