Íslendingar áhugalausir um stjórnarskrána Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. september 2012 16:08 Skúli Magnússon og Ágúst Þór Árnason gagnrýna stjórnarskrártillögurnar. Áhugaleysi virðist ríkja um stjórnarskrána, þrátt fyrir að einungis mánuður sé þangað til þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs fer fram. Skúli Magnússon, fyrrverandi ritari EFTA dómstólsins, og Ágúst Þór Árnason, verkefnisstjóri laganáms við Háskólann á Akureyri, héldu fyrirlestur hjá Lögfræðingafélaginu í hádeginu í dag. Þeir hafa sjálfir sett fram tillögur um úrbætur á stjórnarskránni. Skúli segir í samtali við Vísi að þeir hafi fengið ýmisskonar viðbrögð við tillögum sínum, bæði frá lögfræðingum, stjórnmálamönnum og almennum borgurum. Skúli segir að áhuginn sé aftur á móti ekkert mjög mikill. „Það verður að segjast eins og er að umræða um þessi stjórnarskrármál er frekar dauf og það virðist ganga illa að koma henni í það horf að almenningur hafi einhvern áhuga á henni. Og jafnvel ekki bara almenningur heldur lögfræðingar og aðrir sérfræðingar," segir Skúli. Hann bendir á að ekki hafi verið skrifaðar margar greinar eða pistlar eða annarskonar fræðileg umfjöllun í blöðum. „Það hafa engar fræðigreinar verið skrifaðar um þetta frumvarp stjórnlagaráðs," segir Skúli. Umræðan um þetta hafi verið frekar dauf. „Ég hef ekki séð að kennarar í stjórnskipunarrétti við háskóla landsins, þá fyrst og fremst Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík, hafi tjáð sig að neinu marki um þessar tillögur eða aðstoðað almenning við að taka afstöðu til þeirra," segir Skúli. Aðspurður segist Skúli jafnvel telja að það liggi í loftinu að margir telji að það verði ekkert úr þessu frumvarpi stjórnlagaráðs. „Það sé þá varla þess virði að fjárfesta tíma í að kynna sér þetta eða tjá sig um það opinberlega. En ég bið fólk um að hugleiða þá stöðu sem kemur upp þegar og ef yfirgnæfandi hlutfall þeirra sem taka þátt í þessari atkvæðagreiðslu segja já við fyrstu spurningunni og hvernig fólk sér þá fyrir sér áframhaldið," segir Skúli, en fyrsta spurningin á kjörseðlinum snýr að því hvort fólk vilji að tillögur stjórnlagaráðs verði grundvöllur að nýrri stjórnarskrá. „Ég held að það verði að taka þetta ferli alvarlega og við Ágúst Þór, þó við séum gagnrýnir á þessar tillögur, þá tökum við að minnsta kosti þátt í þessari umræðu og komum með uppbyggilegt innlegg," segir Skúli. Eins og fram hefur komið gagnrýna þeir Skúli og Ágúst Þór tillögur stjórnlagaráðs fyrir það hversu róttækar þær séu. Skúli segir að öllum steinum sé velt við. „Það er beinlínis allt undir. Það er enginn steinn látinn óhreyfður og þá erum við jafnvel að tala um atriði sem hafa verið algerlega vandræða- og ágreiningslaus í íslenskri stjórnskipan í marga áratugi," segir Skúli. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Áhugaleysi virðist ríkja um stjórnarskrána, þrátt fyrir að einungis mánuður sé þangað til þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs fer fram. Skúli Magnússon, fyrrverandi ritari EFTA dómstólsins, og Ágúst Þór Árnason, verkefnisstjóri laganáms við Háskólann á Akureyri, héldu fyrirlestur hjá Lögfræðingafélaginu í hádeginu í dag. Þeir hafa sjálfir sett fram tillögur um úrbætur á stjórnarskránni. Skúli segir í samtali við Vísi að þeir hafi fengið ýmisskonar viðbrögð við tillögum sínum, bæði frá lögfræðingum, stjórnmálamönnum og almennum borgurum. Skúli segir að áhuginn sé aftur á móti ekkert mjög mikill. „Það verður að segjast eins og er að umræða um þessi stjórnarskrármál er frekar dauf og það virðist ganga illa að koma henni í það horf að almenningur hafi einhvern áhuga á henni. Og jafnvel ekki bara almenningur heldur lögfræðingar og aðrir sérfræðingar," segir Skúli. Hann bendir á að ekki hafi verið skrifaðar margar greinar eða pistlar eða annarskonar fræðileg umfjöllun í blöðum. „Það hafa engar fræðigreinar verið skrifaðar um þetta frumvarp stjórnlagaráðs," segir Skúli. Umræðan um þetta hafi verið frekar dauf. „Ég hef ekki séð að kennarar í stjórnskipunarrétti við háskóla landsins, þá fyrst og fremst Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík, hafi tjáð sig að neinu marki um þessar tillögur eða aðstoðað almenning við að taka afstöðu til þeirra," segir Skúli. Aðspurður segist Skúli jafnvel telja að það liggi í loftinu að margir telji að það verði ekkert úr þessu frumvarpi stjórnlagaráðs. „Það sé þá varla þess virði að fjárfesta tíma í að kynna sér þetta eða tjá sig um það opinberlega. En ég bið fólk um að hugleiða þá stöðu sem kemur upp þegar og ef yfirgnæfandi hlutfall þeirra sem taka þátt í þessari atkvæðagreiðslu segja já við fyrstu spurningunni og hvernig fólk sér þá fyrir sér áframhaldið," segir Skúli, en fyrsta spurningin á kjörseðlinum snýr að því hvort fólk vilji að tillögur stjórnlagaráðs verði grundvöllur að nýrri stjórnarskrá. „Ég held að það verði að taka þetta ferli alvarlega og við Ágúst Þór, þó við séum gagnrýnir á þessar tillögur, þá tökum við að minnsta kosti þátt í þessari umræðu og komum með uppbyggilegt innlegg," segir Skúli. Eins og fram hefur komið gagnrýna þeir Skúli og Ágúst Þór tillögur stjórnlagaráðs fyrir það hversu róttækar þær séu. Skúli segir að öllum steinum sé velt við. „Það er beinlínis allt undir. Það er enginn steinn látinn óhreyfður og þá erum við jafnvel að tala um atriði sem hafa verið algerlega vandræða- og ágreiningslaus í íslenskri stjórnskipan í marga áratugi," segir Skúli.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira