Innlent

Sviðsettu leit að týndum manni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Helga Arnardóttir ásamt íbúum á Snæfellsnesi sem tóku þátt í að sviðsetja leitina.
Helga Arnardóttir ásamt íbúum á Snæfellsnesi sem tóku þátt í að sviðsetja leitina. mynd/ Brynja Dögg Friðriksdóttir.
Íbúar á Snæfellsnesi tóku í dag þátt í að sviðsetja leit sem gerð var að Bjarna Matthíasi Sigurðssyni sem hvarf árið 1974, þegar hann var 79 ára gamall. Það gerðu þeir í tilefni af því að nú er verið að hefja tökur á þáttunum Mannshvörf á Íslandi, í umsjá Helgu Arnardóttur fréttamanns.

Helga segir að fólk frá Hellissandi, Rifi, Grundarfirði og Ólafsvík taki þátt í að sviðsetja leitina en það hafi einmitt verið fólk frá þessum stöðum sem hafi tekið þátt í sjálfri leitinni fyrir hartnær fjörutíu árum. Helga segist hafa fengið frábærar viðtökur frá heimamönnum. „Við erum búin að fá svo eindæma móttökur hérna á Nesinu og allir eru boðnir og búnir til þess að hjálpa okkur" segir Helga.

Bjarni Matthías hvarf þegar hann var í berjamó. „Og þetta hafði gríðarleg áhrif á samfélagið hér á Snæfellsnesi og allir lögðust á eitt við að leita hans án árangurs. En nú leggjast allir á eitt við að hjálpa okkur við að gera þáttinn um hann," segir Helga og ítrekar þakklæti sitt í garð íbúa á Snæfellsnesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×