Íslenski boltinn

Jónas Tór Næs til liðs við Valsmenn á ný

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jónas Tór í leik með Valsmönnum síðastliðið sumar.
Jónas Tór í leik með Valsmönnum síðastliðið sumar. Mynd / Daníel
Færeyski landsliðsmaðurinn Jónas Tór Næs er genginn til liðs við Pepsi-deildar lið Vals í knattspyrnu. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Jónas Tór lék í stöðu hægri bakvarðar hjá Hlíðarendapiltum síðasta sumar og þótti standa sig vel. Hann var einn þriggja Færeyinga sem léku með liðinu á síðustu leiktíð.

Á heimasíðu Valsmanna er lýst yfir mikilli ánægju með að hafa endurheimt þann góða dreng sem Jónas Tór er sagður vera.

Jónas getur leikið með Valsmönnum eftir að félagaskiptaglugginn opnast 15. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×