Spyr af hverju afinn hafi ekki leitað til lækna vegna andsetnu barnabarnanna 8. desember 2012 15:00 Egill Óskarsson og særingamaðurinn. „Þetta er eiginlega ótrúleg lesning," segir Egill Óskarsson, formaður Vantrúar, spurður út í viðtal við karlmann, sem lýsir því í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, að barnabörnin hans hafi verið andsetin. Frásögn mannsins er hrollvekjandi en þar lýsir hann hvernig dótturdóttir sín, þá fimm ára gömul, hafi verið andsetin af tveimur illum öndum. Dóttursonur hans var einnig andsetinn, en drengurinn átti að hafa verið þriggja ára þegar atvikið átti sér stað fyrir um tveimur árum síðan. Börnin eiga að hafa breyst með dramatískum hætti á sama tíma og afinn hjálpaði dóttur sinni, sem var einhleyp, að flytja, en þá var hún búsett erlendis. Ekki kemur nákvæmlega fram hvar hún bjó í viðtalinu, í ljósi þess að afinn tjáir sig nafnlaust. Egill og félagar í Vantrú hafa reynt að halda á lofti fána rökhyggju og vísinda. Það er ljóst í viðtalinu að afinn er afar trúaður maður. Hann virðist meira að það segja mjög sannfærður um að djöflar leynist víða, en í viðtalinu segir hann meðal annars orðrétt: „Ég veit að færi ég inn í hóp barna, til dæmis á leikskóla, myndi að minnsta kosti eitt þeirra gefa mér illt auga. Það barn þarf ekki að vera jafn illa andsetið og barnabörnin mín voru en það myndi blunda undir niðri." Egill segir að þessi setning hafi slegið sig sérstaklega: „Ég vinn sjálfur sem leikskólakennari og ég get nú ekki tekið undir það að ef barn gefur manni illt auga þá sé líklega andsetið." Egill segir þetta fyrstu vísbendinguna um það að maðurinn, sem rætt er við, sé frekar trúaður á að einstaklingar geti verið andsetnir af illum öndum, frekar en að jarðbundnari skýringu sé að finna. „Það er líka mjög áberandi í viðtalinu að hann virðist ávallt leita fyrst til presta eða trúarinnar þegar eitthvað á sér stað. Hann lýsir til að mynda krampa í maga stúlkunnar, og talar þá um að maginn gangi í bylgjum. Væru þá ekki fyrstu viðbrögð venjulegs fólks að leita til læknis? Og ef barnið sýnir af sér svona undarlega hegðun, leitar fólk þá ekki til sálfræðinga?" spyr Egill varðandi áberandi fjarveru sérfræðinga í viðtalinu, en maðurinn ákveður að leita til kaþólsks prests í stað þess að fara með börnin til læknis. Hann segir einnig vantar mikilvægar upplýsingar um bakgrunn afans, til að mynda hvort hann sé hluti af trúarsöfnuði sem telji særingar og andsetningar raunverulegan hluta af veruleikanum. Egill veltir líka fyrir sér möguleikanum á að rask vegna flutninga hafi hugsanlega breytt hegðun barnanna, slíkt sé ekki óeðlilegt. „Það ekkert sérstaklega óvanalegt að börn sýni undarlega hegðun við flutningar. En ef hún ágerist þá ætti fólk auðvitað að leita til læknis eða sálfræðings," segir Egill. Hann bendir einnig á að lýsingarnar á andsetningu barnanna sé eins og handrit að hryllingsmynd úr draumasmiðjunni Hollywood. „Þessi lýsing er beinlínis eins og maðurinn hafi horft á hryllingsmyndina Exorcist nýlega," segir Egill og vitnar þar í eina frægustu hrollvekju samtímans sem fjallar um litla stúlku sem verður fyrir því óláni að djöfull tekur sér bólfestu í líkama hennar. Aðspurður um særingamanninn sem einnig er rætt við, segir Egill að félagarnir í Vantrú hafi stundum heyrt af særingamönnum hér á landi. „En ég man ekki til þess að slíkar særingar hafi skaðað einhvern sérstaklega," segir hann og bætir við að það séu til dæmi um að prestar þjóðkirkjunnar taki að sér særingar. „En í okkar huga er ekkert sem heitir andi, hvorki góður né illur. Það er kannski til víndandi, en það kemur umræðunni tæpast við," segir Egill sem afskrifar þessa sögu sem misskilning afans í besta falli. Hann segir það einnig ábyrgðaratriði fjölmiðla að þegar þeir greina frá svona löguðu, þá þurfi þeir að gera það með gagnrýnum hætti. Vísir hafði einnig samband við sálfræðinga sem sögðu erfitt að meta það hvort frásögn mannsins ætti við rök að styðjast. Einn benti meðal annars á að sálfræðingar hafi reynt að rýna í frásagnir af andsetningum fyrr á öldum, en þær væru yfirleitt því marki brenndar að þeim væri lýst af fólki sem trúði mjög heitt á fyrirbærið. Því væri frásögnin ávallt villandi. Annar tók sem dæmi að á tímum forngrikkja hafi flogaveikt fólk verið álitið andsetið. Oftast megi finna jarðbundnari skýringar á undarlegri hegðun fólks. Tengdar fréttir Segir barnabörnin hafa þjáðst af illum öndum Íslenskur maður, sem Sunnudagsblað Morgunblaðsins ræddi við, fullyrðir að tvö barnabörn sín hafi verið andsetin af illum öndum. Maðurinn, sem kemur ekki fram undir nafni í viðtalinu, segir að hann hafi notið liðsinnis íslensks manns, sem hafi rekið andana úr börnunum, fyrir um tveimur árum síðan. 8. desember 2012 12:09 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
„Þetta er eiginlega ótrúleg lesning," segir Egill Óskarsson, formaður Vantrúar, spurður út í viðtal við karlmann, sem lýsir því í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, að barnabörnin hans hafi verið andsetin. Frásögn mannsins er hrollvekjandi en þar lýsir hann hvernig dótturdóttir sín, þá fimm ára gömul, hafi verið andsetin af tveimur illum öndum. Dóttursonur hans var einnig andsetinn, en drengurinn átti að hafa verið þriggja ára þegar atvikið átti sér stað fyrir um tveimur árum síðan. Börnin eiga að hafa breyst með dramatískum hætti á sama tíma og afinn hjálpaði dóttur sinni, sem var einhleyp, að flytja, en þá var hún búsett erlendis. Ekki kemur nákvæmlega fram hvar hún bjó í viðtalinu, í ljósi þess að afinn tjáir sig nafnlaust. Egill og félagar í Vantrú hafa reynt að halda á lofti fána rökhyggju og vísinda. Það er ljóst í viðtalinu að afinn er afar trúaður maður. Hann virðist meira að það segja mjög sannfærður um að djöflar leynist víða, en í viðtalinu segir hann meðal annars orðrétt: „Ég veit að færi ég inn í hóp barna, til dæmis á leikskóla, myndi að minnsta kosti eitt þeirra gefa mér illt auga. Það barn þarf ekki að vera jafn illa andsetið og barnabörnin mín voru en það myndi blunda undir niðri." Egill segir að þessi setning hafi slegið sig sérstaklega: „Ég vinn sjálfur sem leikskólakennari og ég get nú ekki tekið undir það að ef barn gefur manni illt auga þá sé líklega andsetið." Egill segir þetta fyrstu vísbendinguna um það að maðurinn, sem rætt er við, sé frekar trúaður á að einstaklingar geti verið andsetnir af illum öndum, frekar en að jarðbundnari skýringu sé að finna. „Það er líka mjög áberandi í viðtalinu að hann virðist ávallt leita fyrst til presta eða trúarinnar þegar eitthvað á sér stað. Hann lýsir til að mynda krampa í maga stúlkunnar, og talar þá um að maginn gangi í bylgjum. Væru þá ekki fyrstu viðbrögð venjulegs fólks að leita til læknis? Og ef barnið sýnir af sér svona undarlega hegðun, leitar fólk þá ekki til sálfræðinga?" spyr Egill varðandi áberandi fjarveru sérfræðinga í viðtalinu, en maðurinn ákveður að leita til kaþólsks prests í stað þess að fara með börnin til læknis. Hann segir einnig vantar mikilvægar upplýsingar um bakgrunn afans, til að mynda hvort hann sé hluti af trúarsöfnuði sem telji særingar og andsetningar raunverulegan hluta af veruleikanum. Egill veltir líka fyrir sér möguleikanum á að rask vegna flutninga hafi hugsanlega breytt hegðun barnanna, slíkt sé ekki óeðlilegt. „Það ekkert sérstaklega óvanalegt að börn sýni undarlega hegðun við flutningar. En ef hún ágerist þá ætti fólk auðvitað að leita til læknis eða sálfræðings," segir Egill. Hann bendir einnig á að lýsingarnar á andsetningu barnanna sé eins og handrit að hryllingsmynd úr draumasmiðjunni Hollywood. „Þessi lýsing er beinlínis eins og maðurinn hafi horft á hryllingsmyndina Exorcist nýlega," segir Egill og vitnar þar í eina frægustu hrollvekju samtímans sem fjallar um litla stúlku sem verður fyrir því óláni að djöfull tekur sér bólfestu í líkama hennar. Aðspurður um særingamanninn sem einnig er rætt við, segir Egill að félagarnir í Vantrú hafi stundum heyrt af særingamönnum hér á landi. „En ég man ekki til þess að slíkar særingar hafi skaðað einhvern sérstaklega," segir hann og bætir við að það séu til dæmi um að prestar þjóðkirkjunnar taki að sér særingar. „En í okkar huga er ekkert sem heitir andi, hvorki góður né illur. Það er kannski til víndandi, en það kemur umræðunni tæpast við," segir Egill sem afskrifar þessa sögu sem misskilning afans í besta falli. Hann segir það einnig ábyrgðaratriði fjölmiðla að þegar þeir greina frá svona löguðu, þá þurfi þeir að gera það með gagnrýnum hætti. Vísir hafði einnig samband við sálfræðinga sem sögðu erfitt að meta það hvort frásögn mannsins ætti við rök að styðjast. Einn benti meðal annars á að sálfræðingar hafi reynt að rýna í frásagnir af andsetningum fyrr á öldum, en þær væru yfirleitt því marki brenndar að þeim væri lýst af fólki sem trúði mjög heitt á fyrirbærið. Því væri frásögnin ávallt villandi. Annar tók sem dæmi að á tímum forngrikkja hafi flogaveikt fólk verið álitið andsetið. Oftast megi finna jarðbundnari skýringar á undarlegri hegðun fólks.
Tengdar fréttir Segir barnabörnin hafa þjáðst af illum öndum Íslenskur maður, sem Sunnudagsblað Morgunblaðsins ræddi við, fullyrðir að tvö barnabörn sín hafi verið andsetin af illum öndum. Maðurinn, sem kemur ekki fram undir nafni í viðtalinu, segir að hann hafi notið liðsinnis íslensks manns, sem hafi rekið andana úr börnunum, fyrir um tveimur árum síðan. 8. desember 2012 12:09 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Segir barnabörnin hafa þjáðst af illum öndum Íslenskur maður, sem Sunnudagsblað Morgunblaðsins ræddi við, fullyrðir að tvö barnabörn sín hafi verið andsetin af illum öndum. Maðurinn, sem kemur ekki fram undir nafni í viðtalinu, segir að hann hafi notið liðsinnis íslensks manns, sem hafi rekið andana úr börnunum, fyrir um tveimur árum síðan. 8. desember 2012 12:09