Íslenski boltinn

Kennie: Holdt kjeft hvor jeg er glad

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kennie í leiknum í kvöld.
Kennie í leiknum í kvöld. Mynd/Vilhelm
Kennie Chopart, annar Dananna í liði Stjörnumanna, átti fínan leik með Garðbæingum gegn KR í kvöld. Kennie lék ýmist á hægri eða vinstri kanti, lét finna fyrir sér og óx ásmegin eftir því sem á leikinn leið.

Hann var úrvinda þegar blaðamaður náði af honum tali en bað um að viðtalið færi fram á dönsku. Eftir að blaðamaður skildi aðeins „Holdt kjeft hvor jeg er glad" í svari hans við fyrstu spurningu var ákveðið að láta reyna á enskuna.

„Við sköpuðum okkur ekkert í fyrri hálfleik og fyrstu tuttugu í seinni. Ég veit ekki hvað gerðist. Það kom upp í okkur eitthvað dýrseðli," sagði Kennie um viðsnúning Garðbæinga sem hafa verið þekktir fyrir sókndirfsku undanfarin ár. Ekkert gerðist fyrr en Hörður Árnason slengdi honum í slána og inn fyrir utan teig.

Viðtalið má lesa í heild sinni hér fyrir neðan, sem og umfjöllun og önnur viðtöl.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×