„Þið mynduð skilja Gretti betur en ég“ 18. ágúst 2012 06:00 Ásamt því að læra nútíma-íslensku situr hann nú námskeið í Gísla sögu Súrssonar enda ekki annað hægt á meðan á Vestfjarðadvölinni stendur. mynd/björn Ingi Guðnason Svissneskur íslenskunemi er farinn að skilja okkar ylhýra mál eftir þriggja vikna nám. Hann hafði reyndar nokkuð forskot því hann kann forníslensku. Hann myndi hins vegar hóa í Íslending ef Grettir Ásmundarson kæmi að spjalla. Silvio Zinsstag hefur lært forníslensku og lesið Íslendingasögurnar á frummálinu. Hann situr nú á skólabekk í Háskólasetri Vestfjarða og lærir nútíma-íslensku. Svarið kom blaðamanni á óvart þegar hann spurði af hverju Svisslendingur tæki sig til og lærði forníslensku. „Það var bara mjög hagkvæmt fyrir mig. Já, já,“ bætir hann við þegar hann verður þess var að blaðamaður er orðlaus. „Ég var að læra fornensku í Englandi og þá kom alltaf einhver tenging við rit sem voru á forníslensku. Menn voru því sífellt að tala um þau en enginn var fær um að lesa þau svo það er mjög hagkvæmt fyrir mig að getað lesið frumheimildirnar. Til dæmis eru atriði í Bjólfskviðu sem einnig koma fyrir í Grettissögu.“ Þar með hefur talið borist að uppáhalds Íslendingasögu Zinsstag. „Grettir er svo heillandi sögupersóna,“ segir hann. „Grettir er persóna sem menn hrífast af en um leið vekur hann hjá manni ugg. Hann gat verið tilfinninganæmur, hann var til dæmis skáldhneigður en svo á hann sér óslípaðri hliðar eins og alþjóð veit.“ En þá vaknar spurningin, ef Grettir stykki nú fram með málfar síns tíma á munni, hvor myndi skilja hann betur: Íslendingur sem einungis talar nútímaíslensku eða Zinsstag, sem menntað hefur sig í forníslensku? „Þið ættuð að skilja hann betur. Til dæmis er mikið af íslenskum orðsamböndum, fyrr og nú, sem þið berið meira skynbragð á en einhver sem lært hefur einungis af bókinni.“ Zinsstag hefur einungis lært nútímaíslensku í þrjár vikur en segist þó farinn að skilja Íslendingana að mestu. „Það er að segja ef talað er hægar en sem nemur tólf tungusnúningum á sekúndu,“ segir hann kankvís. „En ég á erfiðara með það að tala. Þar kemur málfræðivitund mín sér illa en meðan ég tala hef ég allar málfræðireglurnar í hausnum svo mér vefst tunga um tönn.“ Zinsstag er einnig tónlistarmaður og þegar hann er spurður að því hvernig hann hyggist nýta sína forníslensku lætur hann lítið uppi en þó ætti það ekki að koma á óvart ef við heyrum í svissneskum tónlistarmanni í framtíðinni flytja tónverk þar sem okkar ylhýra kemur við sögu.jse@frettabladid.is Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira
Svissneskur íslenskunemi er farinn að skilja okkar ylhýra mál eftir þriggja vikna nám. Hann hafði reyndar nokkuð forskot því hann kann forníslensku. Hann myndi hins vegar hóa í Íslending ef Grettir Ásmundarson kæmi að spjalla. Silvio Zinsstag hefur lært forníslensku og lesið Íslendingasögurnar á frummálinu. Hann situr nú á skólabekk í Háskólasetri Vestfjarða og lærir nútíma-íslensku. Svarið kom blaðamanni á óvart þegar hann spurði af hverju Svisslendingur tæki sig til og lærði forníslensku. „Það var bara mjög hagkvæmt fyrir mig. Já, já,“ bætir hann við þegar hann verður þess var að blaðamaður er orðlaus. „Ég var að læra fornensku í Englandi og þá kom alltaf einhver tenging við rit sem voru á forníslensku. Menn voru því sífellt að tala um þau en enginn var fær um að lesa þau svo það er mjög hagkvæmt fyrir mig að getað lesið frumheimildirnar. Til dæmis eru atriði í Bjólfskviðu sem einnig koma fyrir í Grettissögu.“ Þar með hefur talið borist að uppáhalds Íslendingasögu Zinsstag. „Grettir er svo heillandi sögupersóna,“ segir hann. „Grettir er persóna sem menn hrífast af en um leið vekur hann hjá manni ugg. Hann gat verið tilfinninganæmur, hann var til dæmis skáldhneigður en svo á hann sér óslípaðri hliðar eins og alþjóð veit.“ En þá vaknar spurningin, ef Grettir stykki nú fram með málfar síns tíma á munni, hvor myndi skilja hann betur: Íslendingur sem einungis talar nútímaíslensku eða Zinsstag, sem menntað hefur sig í forníslensku? „Þið ættuð að skilja hann betur. Til dæmis er mikið af íslenskum orðsamböndum, fyrr og nú, sem þið berið meira skynbragð á en einhver sem lært hefur einungis af bókinni.“ Zinsstag hefur einungis lært nútímaíslensku í þrjár vikur en segist þó farinn að skilja Íslendingana að mestu. „Það er að segja ef talað er hægar en sem nemur tólf tungusnúningum á sekúndu,“ segir hann kankvís. „En ég á erfiðara með það að tala. Þar kemur málfræðivitund mín sér illa en meðan ég tala hef ég allar málfræðireglurnar í hausnum svo mér vefst tunga um tönn.“ Zinsstag er einnig tónlistarmaður og þegar hann er spurður að því hvernig hann hyggist nýta sína forníslensku lætur hann lítið uppi en þó ætti það ekki að koma á óvart ef við heyrum í svissneskum tónlistarmanni í framtíðinni flytja tónverk þar sem okkar ylhýra kemur við sögu.jse@frettabladid.is
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira