Grétar Sigfinnur Sigurðason, leikmaður KR, ræddi við Hjört Hjartarson gær um úrslitaleikinn í Borgunarbikarkeppninni gegn Stjörnunni sem fram fer í dag á Laugardalsvelli. Grétar segir að reynslan komi til með að skipta máli og að helmingslíkur eru á að hann verði leikfær.
KR-ingar breyta engu í æfingaferlinu fyrir bikarúrslitaleikinn. „Við undirbúum okkur alltaf eins fyrir alla leiki, og þessi leikur er því eins og hver annar," segir Grétar m.a. í viðtalinu en þessi háttur hefur verið hafður á hjá KR allt frá árinu 2008.
„Við reynum að hafa spennustigið rétt og það hjálpar vonandi að við höfum farið í gegnum þetta áður. Flestir okkar hafa leikið bikarúrslitaleik áður," bætti Grétar við en KR hefur titil að verja í keppninni eftir ótrúlegan sigur gegn Þórsurum frá Akureyri í fyrra á Laugardalsvelli.
Grétar ræddi einnig um stuðningsmannasveit KR, Miðjuna, en hann á von á að þeir mæti sterkir til leiks í dag.
Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og einnig á Vísi, í opinni dagskrá. Upphitun fyrir leik hefst kl. 15.
Grétar Sigfinnur ræðir um úrslitaleik Borgunarbikarsins

Mest lesið
Fleiri fréttir
