Hæstiréttur sakfelldi 171 níðing á 90 árum 27. desember 2012 08:30 Alls hefur 171 karlmaður verið sakfelldur í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot gegn barni á árunum 1920 til 2011. Dómarnir eru 162 og þar af eru stúlkur þolendur í 144 málanna, eða í tæplega 90 prósentum tilvika. Engin kona hefur verið sakfelld á Íslandi fyrir kynferðisbrot gegn barni, hvorki í héraði né Hæstarétti. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Svölu Ísfeld Ólafsdóttur, dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík, á öllum dómum Hæstaréttar frá stofnun réttarins árið 1920 til 2011 þar sem sakfellt hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn barni. „Markmið rannsóknarinnar er að draga upp mynd af gerendum þessara brota. Hverjir fremja brotin, hvort tengsl séu á milli geranda og þolanda, á hvaða aldri gerendur eru og hver bakgrunnur þeirra sé," útskýrir Svala. Algengasta aldursbil gerenda og þolenda er 26 til 30 ár þegar mennirnir brutu af sér en meðalaldur við brot tæp 37 ár. Langflestir þolendur voru stúlkur á aldrinum 7 til 12 ára. Samkvæmt rannsókn Svölu þekkjast gerandi og þolandi í um helmingi tilvika. Af þeim voru tæplega 25 prósent gerenda í nánustu fjölskyldu brotaþolans, oftast feður og stjúpfeður. Einungis fjögur prósent gerendanna, átta af 171, höfðu áður hlotið dóm fyrir kynferðisbrot, þar af brutu fjórir gegn barni. Í sextán málum var fjallað um kynhneigð gerendanna og hvort þeir teldust haldnir barnagirnd. Sú var niðurstaðan í sex dómum af 162. sunna@frettabladid.is Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Alls hefur 171 karlmaður verið sakfelldur í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot gegn barni á árunum 1920 til 2011. Dómarnir eru 162 og þar af eru stúlkur þolendur í 144 málanna, eða í tæplega 90 prósentum tilvika. Engin kona hefur verið sakfelld á Íslandi fyrir kynferðisbrot gegn barni, hvorki í héraði né Hæstarétti. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Svölu Ísfeld Ólafsdóttur, dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík, á öllum dómum Hæstaréttar frá stofnun réttarins árið 1920 til 2011 þar sem sakfellt hefur verið fyrir kynferðisbrot gegn barni. „Markmið rannsóknarinnar er að draga upp mynd af gerendum þessara brota. Hverjir fremja brotin, hvort tengsl séu á milli geranda og þolanda, á hvaða aldri gerendur eru og hver bakgrunnur þeirra sé," útskýrir Svala. Algengasta aldursbil gerenda og þolenda er 26 til 30 ár þegar mennirnir brutu af sér en meðalaldur við brot tæp 37 ár. Langflestir þolendur voru stúlkur á aldrinum 7 til 12 ára. Samkvæmt rannsókn Svölu þekkjast gerandi og þolandi í um helmingi tilvika. Af þeim voru tæplega 25 prósent gerenda í nánustu fjölskyldu brotaþolans, oftast feður og stjúpfeður. Einungis fjögur prósent gerendanna, átta af 171, höfðu áður hlotið dóm fyrir kynferðisbrot, þar af brutu fjórir gegn barni. Í sextán málum var fjallað um kynhneigð gerendanna og hvort þeir teldust haldnir barnagirnd. Sú var niðurstaðan í sex dómum af 162. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira