Innlent

386 milljóna tap á hálfu ári

Verðbólguskot setti rekstraráætlun Kópavogsbæjar úr skorðum í upphafi ársins. Fréttablaðið/GVA
Verðbólguskot setti rekstraráætlun Kópavogsbæjar úr skorðum í upphafi ársins. Fréttablaðið/GVA
Rekstrarniðurstaða samstæðu Kópavogsbæjar var neikvæð um 386 milljónir króna á fyrri helmingi ársins. Áætlanir höfðu gert ráð fyrir 153 milljóna króna halla. Niðurstaðan á fyrri helmingi ársins er þó betri en á sama tímabili í fyrra þegar hallinn var 1.162 milljónir. Lakari niðurstaða er að stærstum hluta rakin til fjármagnsliða. Nettó fjármagnsgjöld voru 1.820 milljónir króna, en gert var ráð fyrir 1.275 milljónum. Í greinargerð segir að frávikið megi einkum skýra með verðbólguskoti sem varð í upphafi ársins.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×