Neitar öllu í ákæru um sprengjusmíði 24. september 2012 07:00 Sýndi sig á Facebook Maðurinn birti myndir og myndbönd á Facebook sem gáfu lögreglu tilefni til að ætla að hann væri hættulegur.Fréttablaðið/valli Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur 28 ára Keflvíkingi, sem sat vikum saman í gæsluvarðhaldi á fyrri hluta þessa árs eftir að á heimili hans fundust skotvopn og sprengiefni. Grunur hafði fallið á manninn eftir að hann birti myndir og myndbönd á Facebook sem gáfu lögreglu tilefni til að ætla að hann væri hættulegur. Á einu myndskeiðinu sást hann sprengja fiskikar í tætlur. Sérsveitarmenn fóru á heimili hans að kvöldi sunnudagsins 26. febrúar síðastliðins. Samkvæmt ákæruskjali tók maðurinn þar á móti þeim með hníf á lofti og otaði honum að þeim. Þess vegna er hann ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. Þegar inn var komið fann lögregla hlaðna 22 kalíbera skammbyssu og skotfæri, þrjú eggvopn með löngum blöðum og handjárn. Þá fannst enn fremur heimagerð rörasprengja með kveikiþræði, sem vó um 460 grömm, og auk þess tveir níu kílóa própangaskútar sem samtals innihéldu 11,7 kíló af gasi, flaska full af stálkúlum, sem voru tveir til fjórir millimetrar að þvermáli, og 90 grömm af púðri sem hann hafði aflað sér með því að taka flugelda í sundur, allt í því skyni að smíða sprengju, að því er fullyrt er í ákærunni. Þetta er talið varða við vopnalagaákvæði, enda hafi maðurinn hvorki haft leyfi fyrir vopnunum né geymt þau á fullnægjandi hátt. Að síðustu er hann ákærður fyrir hylmingu, þar sem hann hafi vitað að byssunni hafði verið stolið úr bíl við Brú í Hrútafirði fyrir sex árum. Maðurinn, sem sat í gæsluvarðhaldi fram í apríl vegna málsins, neitaði alfarið sök við þingfestinguna fyrir Héraðsdómi Reykjaness, án þess að gera frekari grein fyrir þeirri afstöðu sinni. Árið 2004 var maðurinn dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi sem hluti af stórum hópi ungra manna sem var þá kallaður Keflavíkurgengið. Þeir voru dæmdir fyrir fjölda afbrota, en þeir brutust inn, stálu bílum og skotvopnum, seldu þau aftur og neyttu fíkniefna. Alls hlutu átta manns dóm í málinu, en enginn jafnþungan og sá sem nú er ákærður. Aðalmeðferð í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjaness 30. október næstkomandi. stigur@frettabladid.is Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur 28 ára Keflvíkingi, sem sat vikum saman í gæsluvarðhaldi á fyrri hluta þessa árs eftir að á heimili hans fundust skotvopn og sprengiefni. Grunur hafði fallið á manninn eftir að hann birti myndir og myndbönd á Facebook sem gáfu lögreglu tilefni til að ætla að hann væri hættulegur. Á einu myndskeiðinu sást hann sprengja fiskikar í tætlur. Sérsveitarmenn fóru á heimili hans að kvöldi sunnudagsins 26. febrúar síðastliðins. Samkvæmt ákæruskjali tók maðurinn þar á móti þeim með hníf á lofti og otaði honum að þeim. Þess vegna er hann ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. Þegar inn var komið fann lögregla hlaðna 22 kalíbera skammbyssu og skotfæri, þrjú eggvopn með löngum blöðum og handjárn. Þá fannst enn fremur heimagerð rörasprengja með kveikiþræði, sem vó um 460 grömm, og auk þess tveir níu kílóa própangaskútar sem samtals innihéldu 11,7 kíló af gasi, flaska full af stálkúlum, sem voru tveir til fjórir millimetrar að þvermáli, og 90 grömm af púðri sem hann hafði aflað sér með því að taka flugelda í sundur, allt í því skyni að smíða sprengju, að því er fullyrt er í ákærunni. Þetta er talið varða við vopnalagaákvæði, enda hafi maðurinn hvorki haft leyfi fyrir vopnunum né geymt þau á fullnægjandi hátt. Að síðustu er hann ákærður fyrir hylmingu, þar sem hann hafi vitað að byssunni hafði verið stolið úr bíl við Brú í Hrútafirði fyrir sex árum. Maðurinn, sem sat í gæsluvarðhaldi fram í apríl vegna málsins, neitaði alfarið sök við þingfestinguna fyrir Héraðsdómi Reykjaness, án þess að gera frekari grein fyrir þeirri afstöðu sinni. Árið 2004 var maðurinn dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi sem hluti af stórum hópi ungra manna sem var þá kallaður Keflavíkurgengið. Þeir voru dæmdir fyrir fjölda afbrota, en þeir brutust inn, stálu bílum og skotvopnum, seldu þau aftur og neyttu fíkniefna. Alls hlutu átta manns dóm í málinu, en enginn jafnþungan og sá sem nú er ákærður. Aðalmeðferð í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjaness 30. október næstkomandi. stigur@frettabladid.is
Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira