Innlent

Hjólaskálin til Fossvogsskóla

Mikil áhersla er á hjólreiðar í Fossvogsskóla.
Mikil áhersla er á hjólreiðar í Fossvogsskóla.
Fossvogsskóli fékk í gær Hjólaskálina, viðurkenningu fyrir eflingu hjólreiða. Það var Jón Gnarr borgarstjóri sem afhenti Óskari S. Einarssyni skólastjóra og fulltrúum nemenda og kennara viðurkenninguna við upphaf ráðstefnu um hjólreiðar.

„Nemendur eru hvattir til þess að koma í skólann árið um kring á reiðhjóli og síðustu þrjú ár hefur verið haldin sérstök hjólavika þar sem nemendur eru meðal annars hvattir til að fara í hjólaferðir í frímínútum,“ segir á vef borgarinnar um reiðhjólamenninguna í Fossvogsskóla.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×