Innlent

Fjölmenningarsetur fær meira

Guðbjartur Hannesson
Guðbjartur Hannesson
Fjölmenningarsetur, sem starfrækt hefur verið á Ísafirði, verður eflt samkvæmt frumvarpi til laga um málefni innflytjenda. Ráðherra mun skipa forstöðumann setursins til fimm ára í senn.

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra mælti fyrir frumvarpinu í gær. Verkefni Fjölmenningarseturs eru meðal annars að veita stjórnvöldum og fyrirtækjum ráðgjöf í tengslum við málefni innflytjenda. Samkvæmt fjárlögum fær setrið hátt í 30 milljónir á næsta ári. Þá verður komið á fót sex manna innflytjendaráði sem á að vera ráðherra til ráðgjafar um stefnumótun.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×