Ég á ekki að borga. Ég á bara að fá Sighvatur Björgvinsson skrifar 13. september 2012 06:00 Jón Steinsson, hagfræðingur og áður ráðgjafi Geirs H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, furðar sig á því, að ríkisstjórnin skuli ekki njóta nema 38% stuðnings þjóðarinnar þrátt fyrir þann mikla árangur, sem hún hafi náð við úrlausn erfiðra verkefna. Telur hann upp í grein í Fréttablaðinu mikinn árangur ríkisstjórnarinnar í sjö liðum, sem að sögn hagfræðingsins skipta verulega miklu máli um framtíðarvelferð þjóðarinnar. Ég er ekkert hissa. Hvenær hafa Íslendingar ráðstafað atkvæði sínu með hliðsjón af heilsufari ríkissjóðs? Hvenær hafa Íslendingar greitt atkvæði með hliðsjón af nafni þess sem stýrir Seðlabankanum eða hvað sá annars segir? Hvenær hafa Íslendingar látið það ráða atkvæði sínu hvort ríkisvald hafi einkavætt banka með eða án spillingar? Ég bara spyr! Hvenær hefur slíkt gerst? Á átján ára valdaskeiði frjálshyggjunnar? Einhvern tíma á árunum þar á undan? Spyrjum „Jón á förnum vegi". Hvað ræður afstöðu hans? Hann er reiður ríkisstjórninni því hún vildi ekki lækka skuldirnar hans (les: Láta einhverja aðra borga). Jón á förnum vegi telur sig eiga rétt á því vegna „forsendubrests". Jón kallar það „forsendubrest" að íslenska krónan hafi haldið áfram að falla árin 2007 og 2008 eins og hún hefur gert með svipuðum hætti alla þá áratugi, sem hún hefur verið til. Jón á förnum vegi er samt sem áður mikill stuðningsmaður krónunnar. Hann vill bara að samfélagið bæti sér upp hversu ónýtur pappír hún er. Ekki dregur það svo úr óánægju Jóns á förnum vegi með ríkisstjórnina að Palli nágranni, sem komist hafði á lista 16 þúsund vanskilamanna fyrir hrun, skyldi hafa fengið hluta skulda sinna niðurfelldan fyrir atbeina stjórnvalda. „Þessi óráðssíumaður, sem skuldaði öllum allt og átti aldrei neitt. Honum var hjálpað, en ekki mér." Palli nágranni er líka mjög ósáttur með ríkisstjórnina. Hann átti nefnilega kröfu á miklu meiri leiðréttingu en hann fékk! Allt ríkisstjórninni að kenna. „Ég á ekki að borga. Ég á bara að fá." Þetta eru ekki bara pólitísk viðmið þeirra Jóns á röltinu og Palla nágranna. Lítum á forystusauði íslensks efnahagslífs. Samfélagið hefur verið og er enn að fella niður af þeim skuldakröfur upp á þúsundir milljóna króna. Byrðarnar bera ellilífeyrisþegar og öryrkjar með milligöngu lífeyrissjóðanna sem og skattborgarar og landsmenn allir í rýrðum lífskjörum og hrapandi kaupmætti. Hvað hafast þeir svo að, sem „fá"? Þeir koma fjármunum sínum í skattaskjól erlendis og skrá sjálfa sig til heimilis í Bretlandi, í Lúxemborg og í öðrum löndum. Til hvers? Til þess að komast hjá því að greiða skatta og gjöld til þess samfélags sem þeir eru að krefjast af að létti af þeim milljarðaskuldum. „Ég vil ekki borga. Ég vil bara fá." Er furða, þó eftir höfðinu dansi limirnir. Jón á röltinu og Palli nágranni eru ekki að gera neitt annað, en fyrir þeim er haft. Bara í miklu minna mæli. Af hverju? Af því að þeim gefst ekki kostur á meiru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Jón Steinsson, hagfræðingur og áður ráðgjafi Geirs H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, furðar sig á því, að ríkisstjórnin skuli ekki njóta nema 38% stuðnings þjóðarinnar þrátt fyrir þann mikla árangur, sem hún hafi náð við úrlausn erfiðra verkefna. Telur hann upp í grein í Fréttablaðinu mikinn árangur ríkisstjórnarinnar í sjö liðum, sem að sögn hagfræðingsins skipta verulega miklu máli um framtíðarvelferð þjóðarinnar. Ég er ekkert hissa. Hvenær hafa Íslendingar ráðstafað atkvæði sínu með hliðsjón af heilsufari ríkissjóðs? Hvenær hafa Íslendingar greitt atkvæði með hliðsjón af nafni þess sem stýrir Seðlabankanum eða hvað sá annars segir? Hvenær hafa Íslendingar látið það ráða atkvæði sínu hvort ríkisvald hafi einkavætt banka með eða án spillingar? Ég bara spyr! Hvenær hefur slíkt gerst? Á átján ára valdaskeiði frjálshyggjunnar? Einhvern tíma á árunum þar á undan? Spyrjum „Jón á förnum vegi". Hvað ræður afstöðu hans? Hann er reiður ríkisstjórninni því hún vildi ekki lækka skuldirnar hans (les: Láta einhverja aðra borga). Jón á förnum vegi telur sig eiga rétt á því vegna „forsendubrests". Jón kallar það „forsendubrest" að íslenska krónan hafi haldið áfram að falla árin 2007 og 2008 eins og hún hefur gert með svipuðum hætti alla þá áratugi, sem hún hefur verið til. Jón á förnum vegi er samt sem áður mikill stuðningsmaður krónunnar. Hann vill bara að samfélagið bæti sér upp hversu ónýtur pappír hún er. Ekki dregur það svo úr óánægju Jóns á förnum vegi með ríkisstjórnina að Palli nágranni, sem komist hafði á lista 16 þúsund vanskilamanna fyrir hrun, skyldi hafa fengið hluta skulda sinna niðurfelldan fyrir atbeina stjórnvalda. „Þessi óráðssíumaður, sem skuldaði öllum allt og átti aldrei neitt. Honum var hjálpað, en ekki mér." Palli nágranni er líka mjög ósáttur með ríkisstjórnina. Hann átti nefnilega kröfu á miklu meiri leiðréttingu en hann fékk! Allt ríkisstjórninni að kenna. „Ég á ekki að borga. Ég á bara að fá." Þetta eru ekki bara pólitísk viðmið þeirra Jóns á röltinu og Palla nágranna. Lítum á forystusauði íslensks efnahagslífs. Samfélagið hefur verið og er enn að fella niður af þeim skuldakröfur upp á þúsundir milljóna króna. Byrðarnar bera ellilífeyrisþegar og öryrkjar með milligöngu lífeyrissjóðanna sem og skattborgarar og landsmenn allir í rýrðum lífskjörum og hrapandi kaupmætti. Hvað hafast þeir svo að, sem „fá"? Þeir koma fjármunum sínum í skattaskjól erlendis og skrá sjálfa sig til heimilis í Bretlandi, í Lúxemborg og í öðrum löndum. Til hvers? Til þess að komast hjá því að greiða skatta og gjöld til þess samfélags sem þeir eru að krefjast af að létti af þeim milljarðaskuldum. „Ég vil ekki borga. Ég vil bara fá." Er furða, þó eftir höfðinu dansi limirnir. Jón á röltinu og Palli nágranni eru ekki að gera neitt annað, en fyrir þeim er haft. Bara í miklu minna mæli. Af hverju? Af því að þeim gefst ekki kostur á meiru.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar